Innlent

Betra veður í lok næstu viku

Veðurklúbburinn á Dalvík kom saman aftur til spjalls nú í vikunni þar sem spá klúbbsins síðastliðinn mánuð hefur ekki staðist. Einn af félögunum skilaði séráliti síðast, hann taldi að veðrið myndi ekki batna fyrr en 22. október og stendur fast á því. Það má því búast fastlega við því að betra veður taki við í lok næstu viku ef spá hans stendur. Það hret sem nú hefur verið í október með kulda og snjó nefnist haustkálfar, og er vísbending um að við taki góður kafli í veðrinu. Veðurklúbburin á Dalvík hefur í fjölda ára sent út veðurspá fyrir komandi mánuð en í klúbbnum eru í kringum tíu íbúar á Dalvík sem allir eru komnir yfir sjötugt, og hefur spá klúbbsins oft reynst nokkuð nærri lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×