Innlent

Átta segja upp

Stofnunin tók upp nýtt skipurit 1. maí og kom uppsagnahrinan í framhaldi af því. Í samtali við Fréttablaðið mundi Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga, einungis eftir sex starfsmönnum sem sagt hafa upp á þessu ári. „Það er bara eins og gengur og gerist hjá ríkisstofnunum, það er mikið um að vera á vinnumarkaðnum og að mínu mati er þetta ósköp eðlilegt,“ sagði hann og bætti við að niðurskurður á ríkisfjárveitingum veldur því að ekki hefur verið ráðið aftur í stöður þessa fólks. Stéttarfélög hafa staðið fyrir því að tveir sálfræðingar rannsaka nú vinnustaðinn og eiga þeir að skila frá sér skýrslu um málið síðar í þessum mánuði. „Þetta er eitthvað sem stéttarfélögin ákváðu, en ekki í neinu samráði við mig. Þau sögðu mér frá því en svo veit ég ekkert meir,“ sagði Magnús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×