Innlent

Skrúfað frá brunahönum í borginni

Suðurgatan í Reykjavík lokaðist fyrir umferð á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna vatnsflaums úr brunahana, en nokkru áður hafði verið skrúfað frá brunahana við Listabraut og nokkru síðar við Engjaveg. Lögreglu- og slökkviliðsmenn skrúfuðu fyrir hanana og ekki hlaust tjón af í þetta skiptið. Lögregla lítur þetta þó alvarlegum augum þar sem brunahanar eru öyggistæki auk þess sem hætta getur skapast ef opnað er fyrir þá í frosti. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×