Innlent

Sjávarútvegsráðherra beitir sér

Sjávarútvegsráðherra vill að Seðlabanki Íslands auki gjaldeyriskaup sín enn meira en verið hefur til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð bankans og lækka þar með gengi íslensku krónunnar. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að ekki sé búið að taka ákvörðun um þetta í ríkisstjórn en hann muni beita sér í málinu því það sé hans skylda að koma til móts við gagnrýni útflutningsfyrirtækja á hátt gengi krónunnar með raunhæfum aðgerðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×