Innlent

Grætur sig í svefn á kvöldin

Tuttugu og níu ára Kínverji sem leitaði hælis hér á landi í byrjun ágúst, grætur sig í svefn á kvöldin þar sem hann bíður úrlausnar á gistiheimili suður með sjó. Konan hans var send til Þýskalands, og óvíst er hvort, eða hvenær þau hittast aftur. Kínverjinn ungi, Yang Jianfeng, ætlaði til Bandaríkjanna en þau hjón voru stöðvuð á flugvellinum hér, segir hann, - og konan hans var fljótlega send til Þýskalands, en þaðan komu þau hingað. Pappírar þeirra voru ekki í lagi. Eftir því sem fréttastofa kemst næst var staða þeirra á einhvern hátt ólík, en ekki fæst uppgefið hvernig. Að sögn hérlendra yfirvalda er verið að kanna sögu hans. Gistiheimilið þar sem hælisleitendur búa á meðan mál þeirra eru afgreidd er sérstakt samfélag. Þegar fréttamaður ræddi við nokkra íbúanna, var greinilega mikil reiði á meðal þeirra, töluverðan tíma getur tekið fyrir útlendingastofu að kanna hvaðan fókið er, enda oft skilríkjalaust. Þessi maður, Riaz Ahmed Kahn, er afghani og hann hefur beðið hér í þrettán mánuði. Sjálfur segirst hann vera með skilríki frá heimalandinu sem séu á pastúnsku,og það tungumál skilji einfaldlega ekki íslensk yfirvöld. Líklega býr þau meira að baki. En afðutur að Yang Jianfeng, sem talar við konu sína í síma á hverju kvöldi og grætur sig í svefn að sögn hinna sem deila með honum örlögum á gistiheimilinu í Reykjanesbæ. Aðeins einn hefur fengið hæli hér á landi síðustu tíu ár, en nokkrir hafa fengið hér dvalarleyfi af mánnúðarástæðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×