Fleiri fréttir

Munurinn er hálf milljón

„Þetta getur litið svolítið undarlega út en það er skýring á þessu," segir Helgi Þór Ingason dósent en hann er forstöðumaður náms í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Meistaranemendur í verkefnastjórnun vöktu á því athygli að nemendur í verkefnastjónun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun sitja með þeim námskeiðin á fyrsta ári þótt lesefni og próf séu ekki alveg hin sömu.

Stúdentaráð sendir frá sér ályktun

Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér álytkun í dag þar sem þeirri ósk var beint til ráðamanna þjóðarinnar, að það fjármagn sem var ætlað til sameingar sveitafélaga, verði notað til að byggja upp Háskóla Íslands.

Maður brást hjálparskyldu

Maður var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í hæstarétti í gær fyrir að bregðast hjálparskyldu. Hann lét farast fyrir að koma ungri stúlku undir læknishendur þar sem hún hafði veikst lífshættulega af völdum of stórra skammta af e-töflum og kókaíni.

Eins og biturt fórnarlamb

„Því er enn dapurlegra að að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni við setningu landsfundar í gærkvöldi.

Ofbeldishrotti áfram í haldi

„Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ, 2. október síðastliðinn.

Ár liðið frá rannsókn

Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni á Baugi og tengdum fyrirtækjum fyrir tæpu einu ári. Að rannsókn lokinni var málið sent annars vegar til ríkisskattstjóra sem tekur ákvörðun um endurálagningu opinberra gjalda og hins vegar til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, en þangað rata umfangsmikil brot samkvæmt reglugerð.

Dæmdur fyrir ítrekuð brot

Hæstiréttur dæmdi í gær tæplega þrítugan mann í tveggja ára fangelsi fyrir samtals 35 brot. Brot mannsins eru margvísleg, þar á meðal hefur hann ekið tíu sinnum án réttinda og tvisvar ekið undir áhrifum.

Samfylkingin dótturfélag auðhrings

<font size="1"> </font>Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður í garð 365 fjölmiðlasamsteypunnar í setningarræðu sinni á 36. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og sagði hana misnotaða af eigendum sínum. >

Stal nítján milljónum

Fasteignasali var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa á tímabilinu mars 2001 til desember 2002 dregið sér rúmar nítján milljónir króna af fé sem hann tók við frá viðskiptavinum vegna sölu á fasteignum.

Fjárhagur til endurskoðunar

<strong><font size="1"> </font></strong>Starfshópur á vegum menntamálaráðherra vinnur að því að endurskoða reiknilíkan fyrir rekstur og fjárhag Háskólans á Akureyri. Þetta kom fram í utandagskrárumræðum um málefni háskólans á Alþingi í gær.>

Leyniskýrsla um slóðaskap

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra á Alþingi á miðvikudag um viðbrögð við leka síðastliðið vor á geislavirkum efnum í kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Sellafield á Englandi. Hann sagði að blaðið The Independent hefði birt gögn nýverið um endurtekin mistök í Sellafield, meðal annars við gæðaeftirlit.

Átta sækjast eftir fyrsta sætinu

Spennandi prófkjör er framundan vegna lista Framsóknarflokks í sveitarstjórnarkosningum í Kópavogi og sækjast átta eftir fyrsta sæti. Kosið verður um sex efstu sætin. Þar verða þrír af hvoru kyni samkvæmt reglum flokksins.

Hlutfallslega mesti vaskurinn hér

Samkvæmt skýrslu OECD er hlutfall virðisaukaskatts af þjóðarframleiðslu hvergi hærra en á Íslandi þar sem það jókst mest á milli áranna 2003 og 2004. Þá er skattur á fyrirtæki sem hlutfall af skatttekjum næstlægstur á Íslandi.

Presti greint frá kynferðisofbeldi

Þeim einstaklingum hefur farið fjölgandi á síðustu fimm árum sem segja presti sínum frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi sem börn. Þetta segir séra Gunnþór Ingason sóknarprestur í Hafnarfirði.

Rúmlega 500 leiðbeinendur í fyrra

527 leiðbeinendur fengu undanþágu til að vinna við kennslu í grunnskólum á síðasta skólaári. Það er fimmtungsfækkun frá árinu á undan samkvæmt nýútkominni ársskýrslu undanþágunefndar. >

Ákvörðun felld úr gildi

<font size="2">Félagsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi ákvörðun sveitarstjórnar Dalabyggðar um að víkja Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur úr sveitarstjórn Dalabyggðar. </font>>

Ósáttir við að fá ekki fatapeninga

Stuðningsfulltrúar og félagsliðar innan SFR - stéttarfélags í almannaþágu eru ósáttir við að vinnuveitendur séu ekki enn farnir að greiða fatapeninga. Meðal þess sem samið var um síðasta vor var að starfsmenn fengju fimmtán hundruð krónur á mánuði í fatapeninga. >

Vilja sameina samlokurisa

Eitt fyrirtæki verður með 95% prósenta markaðshlutdeild á samlokumarkaði ef áform stjórnenda Sóma á að kaupa Júmbó samlokur ganga eftir. Frá þessu er greint í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins í dag. >

Magn botnfiskafla eykst

Magn og verðmæti botnfiskafla sem seldur er á erlendum ísfiskmörkuðum eykst stöðugt. Samkvæmt bráðabirgðatölum voru flutt út 55.507 tonn 2004 til 2005 að verðmæti 9,3 milljarðar segir í fréttum frá Fiskistofu. Er það er 24,7 % meira magn en flutt var út á fiskveiðiárinu árið áður. Verðmæti útflutts botnfiskafla óx meira, eða um 26,7%, þrátt fyrir öflugri krónu. >

Elsti togarinn á söluskrá

Einn elsti togari flotans, Jón Kjartansson SU frá Eskifirði, sem nú er fjölveiðiskip, er komið á söluskrá eftir 45 ára dyggja þjónustu við útgerðir hér á landi. Eigandi Jóns er Eskja, sem ætlar að selja hann þar sem fyrirtækið er búið að festa kaup á nýlegu fjölveiðiskipi í útlöndum. Jón Kjartansson var alveg endurbyggður fyrir sjö árum og er nánast ekkert eftir af upphaflega skipinu nema skrokkurinn.>

Greiða atkvæði öðru sinni

Félagar í Starfsmannafélagi Akraness greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Akranesbæ. Samningar náðust seint á laugardag, sólarhring áður en verkfall átti að hefjast sem haft hefði mikil áhrif á stofnanir bæjarins. >

Fanginn skilaði lyklakippunni

Fangavörður í Kumla-fangelsinu í Svíþjóð gleymdi lyklakippunni sinni í einni skránni. Þegar einn fanganna kom að henni greip hann þó ekki tækifærið til að flýja eins og margir hefðu kannski búist við heldur skilaði hann lyklakippunni til starfsmanna.>

Bjartsýnn á samþykki

Félagar í Starfsmannafélagi Akraness greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Akranesbæ. Valdimar Þorvaldsson, formaður félagsins, segist bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur en 240 manns eru á kjörskrá. >

4,6 prósenta verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,61 prósent milli september og október. Verðbólga á ársgrundvelli er því 4,6 prósent, litlu minni en í síðasta mánuði þegar hún mældist 4,8 prósent. Verðbólga án húsnæðis hefur hins vegar hækkað um 1,2 prósent síðasta árið. >

Bílslys við Eyrarhlíð

Ökumaður fólksbíls missti stjórn á bílnum þegar hann var á leið um Eyrarhlíð á milli Ísafjarðar og Hnífsdals í gærkvöldi, með þeim afleiðingum að bíllinn fór út af veginum og hafnaði niðri í fjöru. Svo vel vildi þó til að hann lenti ekki alveg ofan í sjó. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, slasaðist og var fluttur á sjúkrahúsið á Ísafirði, þar sem hann er enn. Hann er þó ekki talinn alvarlega slasaður. >

Blindramerkingar í Háskólanum

Jafnréttis -og öryggisnefnd Stúdentaráðs stendur fyrir blindraletursmerkingum á öllum stofum, salernum og skrifstofum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag. Merkingin hefst klukkan 11.00 við aðalinngang Aðalbyggingarinnar og eru það tvær fjórtán og fimmtán ára blindar stúlkur sjá um merkingarnar. Með þeim er einn kennari og einn starfsmaður frá sjóntækjastöðinni.>

Ójöfnuður eykst á Íslandi

Tekjuskipting á Íslandi er orðin mun ójafnari en á hinum Norðurlöndunum og ójöfnuðurinn virðist enn fara vaxandi. Þennan ójöfnuð má að hluta til útskýra með tilkomu kvótakerfisins.>

Barátta um rjúpnaveiðisvæði

Dæmi eru um að stöndug fyrirtæki séu farin að bjóða bændum drjúgar greiðslur í leigu fyrir heilu landssvæðin til rjúpnaveiða fyrir starfsmenn og gesti þeirra, gegn því að engin annar fái að veiða þar. >

Gömul könnun og slitin úr samhengi

Áhugamenn um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar átelja samgönguráðherra fyrir birtingu könnunar þar sem segir að meirihluti landsmanna sé andvígur flutningnum. Þeir segja könnunina gamla og slitna úr samhengi.>

Deila um endurgreiðslu kauphækkana

Sjúkraliðar hafa vísað deilu sinni við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu til Ríkissáttasemjara. Félögin gengu frá kjarasamningi í sumar en deila nú um framkvæmd hans. Einkum fer það fyrir brjóstið á sjúkraliðum að þeir voru rukkaðir um endurgreiðslu þeirrar hækkunar sem þeir höfðu þegar fengið þegar nýi samningurinn tók gildi. >

Skoða kaup á Júmbó

Eigandi samlokugerðarinnar Sóma skoðar nú möguleika á að kaupa keppinautinn Júmbó-samlokur. Með kaupunum yrði til fyrirtæki sem réði yfir stærstum hluta samlokumarkaðarins á Íslandi. >

Snjóar fyrr en síðustu ár

Vetur konungur heilsar fyrr upp á landsmenn nú en nokkur síðustu ár. Um það ber snjóamagn víða um land merki. Þrjátíu og eins sentímetra snjór var á Ólafsfirði í morgun og sautján sentímetrar á Kirkjubæjarklaustri. >

Selskersviti kominn í gagnið

Landhelgisgæslan sinnir margvíslegum verkefnum og þeirra á meðal er viðhald vita fyrir Siglingastofnun. Vart varð við að Selskersviti væri hættur að lýsa og við athugun varðskipsmanna kom í ljós að ljósnemi í vitanum var bilaður. >

Sláturfé sett á gjöf

Tíðarfarið í haust gerir það að verkum að sunnlenskir bændur hafa neyðst til að setja sláturlömb sín á gjöf, en óvenju mörg lömb bíða slátrunar á Suðurlandinu. Bændur eru orðnir uggandi um hvort Sláturfélag Suðurlands á Selfossi nái að anna öllum hrútslömbunum fyrir 31. október, en eftir þann tíma er þeim ekki slátrað því þau verða orðin kynþroska. >

Sinnaskipti í flugvallarmáli?

Í drögum að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins er gert ráð fyrir því að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýrinni að lokinni hagkvæmni- og kostnaðarúttekt. Flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur er hins vegar hafnað. >

Tveir saksóknarar

Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannesarsonar, efast um það að það standist lög um meðferð opinbera mála, að sú staða geti komið upp í Baugsmálinu, að tvö mál verði rekin af tveimur saksóknurum. >

Hafró kannar áhrif flottrolls

Einar K Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segist ekki vilja banna sumarveiðar á loðnu, þrátt fyrir þær gagnrýnisraddir sem segja að sumarveiðin sé að ganga of nærri loðnustofninum. >

Sturla gagnrýnir ummæli FlugKef

Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, gagnrýnir ummæli áhugamanna um flutning innanlandsflugsins til Keflavíkurflugvallar, og segir fullyrðingar þeirra um niðurstöður könnunnar rangar. Hann segir gagnrýni FlugKef hópsins vera útspil Suðurnesjamanna þar sem eiginhagsmunasemi sé á ferðinni. >

Tónleikahaldið er tekjulind

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að gefa ágóða einnar sýningar af Sölku Völku til MND-félagsins, en það er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Leikstjóri verksins, Edda Heiðrún Backman, er sem kunnugt er haldin MND hrörnunarsjúkdómnum. >

Dæmd fyrir vegabréfafals

Par á fertugsaldri frá Sri Lanka hefur verið dæmt í 45 daga fangelsi fyrir að hafa framvísað á Keflavíkurflugvelli fölsuðum vegabréfum á leið sinni vestur um haf. Með fólkinu í för var piltur sem talinn er vera 17 ára, einnig með fölsuð skilríki, en sökum aldurs sætti hann ekki ákæru. >

Bestu lögin koma á plötu

Sjónvarpið hefur falið fyrirtækinu BaseCamp að sjá um framkvæmd forkeppni Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva hér heima á næsta ári. Frestur til að skila inn lögum rennur út 18. næsta mánaðar, en skilyrði er að texti sé á íslensku, auk þess sem lagið má ekki vera lengra en þrjá mínútur. >

Breytt neysluhegðan skaðar veltu

Verulegar breytingar hafa orðið á því hvaða augum fólk lítur raftækin sín og hvort það lætur gera við þau ef þau bila. "Við sjáum stórfelldar breytingar, sérstaklega síðasta árið," segir Þórir Georgsson hjá Radíóverkstæðinu Sóni. >

Norrænn hópur vann

Árin 2009 til 2018 rísa á lóð Landspítalans við Hringbraut 85 þúsund fermetrar af nýbyggingum samkvæmt vinningstillögu um deiliskipulag. >

Bogi efast ekki um nýjar ákærur

Verður ákært að nýju í Baugsmálinu í þeim liðum sem Hæstiréttur hefur vísað frá? Bogi Nilsson ríkissaksóknari vonast til þess að niðurstaða liggi fyrir á þessu ári.  Hann telur engan vafa leika á að lögin leyfi að ný ákæra verði gefin út. Hann segir skiptingu málsins ekki brjóta gegn lögum um meðferð opinberra mála. >

Almenningur sleginn

Síminn hjá Stígamótum hefur verið rauðglóandi í dag og sem dæmi gáfu ónefnd hjón samtökunum fimmhundruð þúsund krónur í dag. Almenningur er sleginn yfir því kynferðisofbeldi sem sum börn búa við. Allt má þetta rekja til umfjöllunar um bókina Mynd af pabba sem kom út um síðustu helgi. >

Sjá næstu 50 fréttir