Innlent

Falsaðir milljóndollaraseðlar

Svikahrappurinn, sem hefur aðsetur í Bretlandi, hefur reynt að leggja seðlana fram sem tryggingu gegn lánum til fjárfestinga. Milljón dollara seðlar eru ekki til, en til eru 100.000 dollara seðlar frá 1928, sem þeir fölsuðu eru byggðir á. Tveir bankar tilkynntu um grunsamleg bankaviðskipti í ágúst, en íslenskum bönkum er skylt að tilkynna yfirvöldum ef grunur leikur á peningaþvætti. Í samvinnu við lögregluna tókst bankanum að fá 70 seðla frá manninum, og er honum nú kunnugt um að lögreglan er komin í málið. Það er svo á ábyrgð bresku lögreglunnar að handtaka hann. Að sögn Arnars hafa svipuð mál komið upp í Austurríki, Bretlandi, Þýskalandi og Ítalíu, og telur lögreglan að maðurinn sé hluti af stærri glæpahring. Lögreglunni er ekki kunnugt um að bankarnir hafi tapað fé í þessum viðskiptum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×