Innlent

Setur landsfund í síðasta sinn

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag, sá þrítugasti og sjötti í röðinni. Davíð Oddsson setur landsfund í síðasta sinn sem formaður Sjálfstæðisflokksins en eftirmaður hans verður kjörinn á sunnudag. Í tillögum að ályktunum sem lagðar verða fyrir fundinn er meðal annars hvatt til skattalækkana, skoðunar á að selja orkuveitur ríkisins einstaklingum og úttektar á kostum og göllum þess að byggja nýjan flugvöll í stað Reykjavíkurflugvallar, flutningi innanlandsflugsins til Keflavíkur er hins vegar hafnað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×