Innlent

Umferðarkönnun við Víkurskarð

Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði. Allar bifreiðar sem koma að könnunarstaðnum, verða stöðvaðar og bílstjórar spurðir nokkurra spurninga. Vonast er til að vegfarendur sem leið eiga um Víkurskarð taki starfsmönnum Vegagerðarinnar vel.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×