Innlent

Betri byggð mótmælir

Samtök um betri byggð mótmæla harðlega leiðandi spurningu í skoðanakönnun samgönguráðherra um framtíðarstaðsetningu miðstöðvar innanlandsflugsins þar sem eingöngu var gefinn kostur á flutningi til Keflavíkur. Samtökin telja að þessi leiðandi spurning hafi valdið einstaklega lágu svarhlutfalli, eða 54 prósentum. Samtökin telja að skoðanakönnunin sé tilraun samgönguráðherra til að hanna pólitíska atburðarás í kringum landsfund Sjálfstæðisflokksins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×