Innlent

104 milljón króna styrkur

Vísindamenn líftæknifyrirtækjanna NimbleGen, Urðar Verðandi Skuldar og Ludwig stofnunar krabbameinsrannsóknar hafa hlotið eitt hundrað og fjögurra milljóna króna styrk til rannsókna á stjórnferlum krabbameins, en styrkurinn er veitur af Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna. Um er að ræða grunnrannsóknir. Vonast er til þess að með rannsókninni verði hægt að fá betri mynd af því sem gerist þegar heilbrigðar frumur þróast í krabbameinsfrumur. Stór hluti rannsóknarinnar mun fara fram hér á landi. Krabbameinssýnum og upplýsingum um sjúklinga verður sérstaklega safnað saman fyrir verkefnið en þau gögn fást úr íslenska krabbameinsverkefninu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×