Fleiri fréttir

130 milljónir á kílómetra

Hver kílómetri sem sparast við að Kolgrafarfjörður á Snæfellsnesi hefur verið brúaður, kostar rúmar 128 milljónir króna.

Slæmar pestir herja á landsmenn

Slæmar umgangspestir hafa herjað á landsmenn undanfarnar vikur og gera enn, samkvæmt upplýsingum Þórólfs Guðnasonar læknir hjá sóttvarnalækni. Er um að ræða niðurgangspestir og hitapestir.

Formlegar athugasemdir frá 320

Um 320 lífeyrisþegar af tæplega 42 þúsund gera formlega athugasemdir við endurreikning Tryggingastofnunar á bótarétti ársins 2003, eða liðlega 0.8% lífeyrisþega, að sögn Karls Steinars Guðnasonar forstjóra TR.

Óværa í jólakveðju

Óvenjuskætt afbrigði tölvuorms fer mikinn í tölvupósti þessa dagana, en óværan ber með sér vírus að nafni Zafi.D. Ormurinn er dulbúinn sem jólakveðja og eru tölvunotendur hvattir til að uppfæra vírusvarnir sínar.

Beiðni um rannsókn vegna mannsláts

Aðstandendur gamals manns sem lést eftir að hafa dottið á Hrafnistu í Reykjavík hafa lagt inn beiðni um rannsókn á málinu til embættis lögreglustjórans í Reykjavík.

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða manns á veitingahúsi í mosfellsbæ um síðustu helgi. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn nær til sex vikna eða til 27. janúar. Maðurinn hefujr kært úrskurð héraðsdóms.

Ók ítrekað eftir sviptingu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlamann á fimmtugsaldri í 7 mánaða fangelsi fyrir að hafa ítrekað ekið bifreið sinni eftir að hann var sviptur ökuréttindum og fyrir að skipta um númeraplötu á bifreið sem hann ók gegn stöðvunarskyldu og á vinnuskúr við Rauðavatn.

Aukning í sölu lyfjaverslana

Sala lyfjaverslana jókst um fimm prósent í nóvember í ár miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt upplýsingum Samtökum verslunar og þjónustu. Áfengissmásalan jókst um 2,9 prósent í nóvember miðað við sama tíma í fyrra og smásöluvelta dagvar á föstu verðlagi jókst um 2,3 prósent.

Engin leikskóli á Fáskrúðsfirði

"Það er verið að neyða fólk til að flytja til Austurbyggðar," segir Friðmar Gunnarsson, oddviti Fáskrúðsfjarðarhrepps í viðtali við Austurgluggann, en stúlku þaðan hefur verið sagt upp leikskólaplássi hafa ekki samið við Austurbyggð um vistun barna.

Tíu sækja um

Tíu hafa sótt um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar af þrír starfsmenn skólans.

Safnað fyrir kornabarnahúsi

Alls söfnuðust 1,2 milljónir króna fyrir kornabarnahúsi í útvarpssöfnun sem ABC barnahjálp stóð fyrir á Lindinni í október.

Gæsluvarðhald framlengt

Bráðabirgðaniðurstöður krufningar hafa leitt í ljós að Ragnar Björnsson, maðurinn sem lést eftir árás í Mosfellsbæ um síðustu helgi, lést af völdum höggs á kjálka og gagnauga. Gæsluvarðhald yfir árásarmanninum hefur verið framlengt

Sárir og reiðir

Bolvíkingar eru sárir og reiðir yfir fyrirætlunum um að segja upp starfsmönnum Ratsjárstofnunar á Bolafjalli. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að varla sé um annað talað fyrir vestan.

Fékk skilorð fyrir að skalla mann

Rúmlega tvítugur maður var í Héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Honum var gert að greiða þeim sem hann réðst á tæplega 300 þúsund krónur í skaðabætur.

Vonin fer minnkandi

Rannsókn á brottnámi níu ára stúlku í Kópavogi í nóvember hefur ekki borið árangur að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns í Kópavogi.

Sextán seldu unglingum tóbak

Sextán sölustaðir í Hafnarfirði af 27, eða 59 prósent, seldu unglingum tóbak í nýlegri könnun sem forvarnarnefnd Hafnarfjarðar gerði. Útkoman er betri nú en í vor þegar 62 prósent sölustaða seldu unglingum tóbak.

Voru ölvaðir í bílferð

Jeppi og fólksbíll, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Sandgerðisvegi skammt frá veginum að Rockville klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt.

Varð brátt í brók

Ætlað kókaín fannst á 25 ára gömlum Nígeríumanni við tollskoðun í Leifsstöð á þriðjudagskvöld. Strax vaknaði grunur um að maðurinn væri með meira magn fíkniefna innvortis sem var sannreynt með röntgenskoðun sama kvöld.

Ekki verið að brjóta lög

Evrópsk lög banna verslun með líffæri og vefi. Forsvarsmenn tæknifrjóvgunarstofunnar Art Medica sem tekið hafa upp á þeirri nýbreytni að greiða konum fyrir egg, eru þess þó fullvissir að þeir brjóti ekki lög.

Mannúðarástæður réðu för

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur nú til umfjöllunar ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að veita Bobby Fisher dvalarleyfi hér á landi. Davíð Oddsson, utanríkisráðherra, sagði við sendiherra Bandaríkjanna að þessi ákvörðun hefði verið tekin af mannúðarástæðum og vegna þess að það væru að koma jól.

Dómi vísað frá

Hæstiréttur ákvað í dag að vísa frá héraðsdómi yfir pilti sem hafði verið sakfelldur fyrir líkamsárás. Ákæruvaldið lýsti efasemdum um réttmæti ákærumeðferðar málsins fyrir dómi og hjá lögreglu en vildi samt refsa piltinum.

Verður bætt tjónið

Fræðsluyfirvöld í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt fram áætlanir til að bæta grunnskólanemendum það tjón sem hlaust af átta vikna verkfalli grunnskólakennara. Meðal þess sem Fræðsluráð Reykjavíkur hefur ákveðið að gera er að bjóða 10. bekkingum aðstoð í undirbúningi samræmdra prófa og veita nemendum í 9. bekk aðstoð í völdum greinum.

Fordæmi fyrir íhlutun stjórnvalda

Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir fordæmi fyrir því að stjórnvöld hér á landi hafi beitt sér fyrir því að útlendingar fái fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, líkt og í tilfelli Bobbys Fishers. Framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og hann reiknar með að gengið hafi verið frá þeim málum áður en íslensk stjórnvöld ákváðu að verða við beiðni Fishers um dvalarleyfi.

Ekki sjálfgefið að svara játandi

Hansína Ásta Björgvinsdóttir verður næsti bæjarstjóri í Kópavogi. Bæjarstjórn Kópavogs mun staðfesta þetta formlega á fundi sínum milli jóla og nýjárs. Hansína Ásta tekur við embættinu um áramót. Hún er 58 ára, kennari að mennt, og hefur verið bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins síðan 1998.

Glataður snillingur

Líf Bobby Fischer hefur verið þyrnum stráð en líklega hefur hann sáldrað þeim flestum sjálfur. Vinir hans segja hann þó viðkvæmt ljúfmenni sem hefur gaman af Robbie Williams.

Vegaframkvæmdir á Vesturlandsvegi

Framkvæmdir við tvöföldun akreina á Vesturlandsvegi, frá Víkurvegi í Grafarvogi að Skarhólabraut í Mosfellsbæ, standa yfir. Verklok eru áætluð í október á næsta ári.

Vilja auka velmegun

Fyrsti fundur félagsmálaráðherra Evrópuríkja sem vinna að átaksverkefni um bætta lýðheilsu í Norður-Evrópu var haldinn í Tallinn í Eistlandi í fyrradag.

Sveik út 650 þúsund

Kona um þrítugt fær þriggja mánaða fangelsisdóm brjóti hún lög næstu tvö árin. Konan sveik út vörur og tölvubúnað á kostnað raunvísindadeildar Háskóla Íslands fyrir tæpar 650 þúsund krónur þegar hún vann þar sem deildarstjóri.

Úkraínumanni vísað úr landi

Úkraínumanni sem hafði verið hér sem námsmaður var vísað úr landi. Námsmannaleyfið var runnið út. Maðurinn kvæntist íslenskri konu og sótti um makaleyfi en því var synjað.

Fékk 35 milljóna sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi fyrrverandi stjórnarformann gjaldþrota fyrirtækis í 35 milljóna króna sekt og sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir undanskot á opinberum gjöldum á meðan fyrirtækið var í rekstri. Þau voru meðal annars virðisaukaskattur og og staðgreiðsla opinberra gjalda upp á samtals sautján milljónir króna.

Hámarkssektir þrefaldaðar

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur með nýrri reglugerð þrefaldað upphæð hámarkssekta við umferðalagabrotum. Þær hækka úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur.

Fiskilifur olli nærri slysi

Minnstu munaði að illa færi þegar tvö stór fiskkör, full af fiskilifur, losnuðu á palli vörubíls, sem var á leið niður Kambana í gærkvöldi, og féllu á veginn. Ökumanni bíls, sem komu úr gagnstæðri átt, tókst með naumindum að forða sér undan körunum, en annað þeirra lenti utan í bílnum og skemmdi hann eitthvað.

Alli ríki hættur útgerð

Alli ríki, eða Aðalsteinn jónsson útgerðarmaður á Eskifirði, er endanlega hættur útgerð og Elvar Aðalsteinsson, sem verið hefur starfandi stjórnarformaður Eskju hefur selt allan sinn hlut og lætur af stjórnarformennsku.

Láta nótaskipin um veiðina

Sjómenn á þremur stórum fjölveiði- og fullvinnsluskipum, sem eru á síldarmiðunum fyrir austan land, eru hættir að hafa fyrir því að veiða sjálfir. Nú láta þeir nótaskipin um það og dæla svo aflanum úr þeim yfir í stóru skipin til fullvinnslu.

Jón frá Pálmholti látinn

Jón Kjartanson frá Pálmholti er látinn, 74 ára að aldri. Jón frá Pálmholti var formaður Leigjendasamtakanna um árabil, sat í stjórn Rithöfundafélags Íslands og einnig í stjórn Ásatrúarfélagsins. Eftir Jón liggja fjölmörk ritverk, á þriðja tug bóka auk blaða- og tímaritagreina.

15% brottfall af háskólastigi

Brottfall nemenda af háskólastigi var tæp 15 prósent milli áranna 2002 og 2003. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Niðurstöðurnar sína meðal annars að brottfall er minna meðal nemenda í dagskóla og fjarnámi en talsvert meira meðal nemenda í kvöldskólum.

Misnotaði systurdóttur sína

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær rúmlega þrítugan karlmann í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir kynferðisbrot gegn systurdóttur sinni. Stúlkan var aðeins níu ára gömul þegar maðurinn braut fyrst gegn henni, en brotin áttu sér stað á árunum 1998 til 2002.

Hóta að krefjast skaðabóta

Skeljungur hótar Kópavogsbæ að krefjast skaðabóta ef bærinn heimilar Atlantsolíu að reisa bensínstöð í grennd við bensínstöð Skeljungs við Dalbraut. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir þetta vera samkeppnislegt skemmdarverk.

Fá nú borgað fyrir egg

Konur geta selt egg sín til tæknifrjóvgunarstofunnar Art Medica, vegna skorts á eggjum. Slíkt hefur ekki áður tíðkast hér landi. Þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir gjafaeggjum hefur það litlu skilað hingað til. Um 15 tæknifrjóvganir eru framkvæmdar árlega en talið er að þörfin sé tvöfalt meiri.

Vaxandi hópur með jólakvíða

EA-samtökin halda sinn árlega fund um jólakvíða í Hallgrímskirkju á morgun en vaxandi hópur berst við mikinn kvíða fyrir hátíðarnar. EA samtökin, eða Emotions Anonymous starfa eftir sömu hugmyndafræði og AA samtökin. Unnið er eftir tólf spora kerfi en í stað áfengis er það andleg vanlíðan sem félagar í EA kljást við. Samtökin funda í hverri viku í Reykjavík en ástæða þótti til að halda opinn fund í aðdraganda jólanna. Kristbjörg Árnadóttir, talsmaður félagsins, segir hátíðarnar mörgum erfiðar og ýmislegt komi til, eins og hjónaskilnaðir, sjúkdómar og ekki síst fjárhagsörðugleikar. Hún segir þá hugmynd hafa myndast að allir þurfi að eyða mjög miklu um jólin og því séu jólin erfiður tími fyrir þá sem eiga minnst. Fundurinn, sem haldinn verður í Hallgrímskirkju klukkan fjögur á morgun er öllum opinn og að sjálfsögðu verður nafnleyndar gætt. Fólki gefst þar kostur á að ræða um eigin tilfinnignar eða hvað eina sem því liggur á hjarta. Kristbjörg segir að fundurinn verði öðruvísi en venjulega að því leyti að fólki verði leyft að tjá sig um það sem það vill á þessum fundi.

Sigurður maður ársins

Frjáls verslun hefur útnefnt Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, sem mann ársins 2004 í íslensku atvinnulífi. Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstaka hæfni við stjórnun félagsins. Sigurður hefur verið forstjóri Flugleiða frá því í júní árið 1985, eða í tæp tuttugu ár.

SMS í heimasíma

Fyrsta SMS skeytið var sent í heimasíma hér á landi í síðustu viku. Um var að ræða tilraunasendingu hjá Símanum en að undanförnu hafa tæknimenn fyrirtækisins unnið að uppsetningu SMS kerfis fyrir heimasíma. Búist er við viðskiptavinum Símans standi þessi þjónusta til boða strax í byrjun næsta árs.

Farið fram á að ferðum fjölgi

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra fékk afhenta áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún stuðli að því að ferðum Herjólfs fjölgi í þrettán á viku, til hagsbóta fyrir sjávarútvegsfyrirtækin í Eyjum. Þetta mál hafði áður verið rætt utan dagskrár á Alþingi á dögunum að frumkvæði Hjálmars Árnasonar Alþingismanns.

Skeljungur hótar skaðabótakröfu

Skeljungur hefur mótmælt því að Atlantsolía fái að reisa sjálfsafgreiðslustöð á lóð Teits Jónassonar hf. við Dalsveg í Kópavogi við hliðina á bensínstöð Skeljungs. Í bréfi til skipulagsnefndar Kópavogs segir að vegna nálægðar við bensínstöð Skeljungs muni breytingin leiða til minni eldsneytissölu fyrirtækisins og verulegs fjárhagstjóns.

Sjá næstu 50 fréttir