Innlent

Safnað fyrir kornabarnahúsi

Alls söfnuðust 1,2 milljónir króna fyrir kornabarnahúsi í útvarpssöfnun sem ABC barnahjálp stóð fyrir á Lindinni í október. Kornabarnahúsið er fyrir yfirgefin kornabörn og er viðbót við El Shaddai barnaheimilið á Indlandi sem Íslendingar hafa byggt og rekið frá 1995. Alls hafa safnast um 3,2 milljónir króna fyrir byggingu hússins en kostnaðaráætlun nemur 4,7 milljónum króna. Enn vantar því um 1,5 milljónir til að ljúka byggingunni. Guðrún Margrét Pálsdóttir, aðalfrumkvöðull ABC barnahjálpar, segir að samtökin vanti alls 6,5 milljónir upp í byggingaframkvæmdir á Indlandi og í Úganda á næstunni. Krónan hafi verið sterk á þessu ári og því talsvert verið framkvæmt fyrir gengismun. Búið sé að senda fjármagn fyrir grunni kornabarnahúss og starfsmannahúss og vonast sé til að meiri peningar verði sendir innan þriggja til fjögurra mánaða svo að framkvæmdir stöðvist ekki. Söfnunarreikningur ABC barnahjálpar í Íslandsbanka er númer 515-14-280000 og kennitalan 690688-1589.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×