Innlent

Verður bætt tjónið

Fræðsluyfirvöld í Reykjavík og Hafnarfirði hafa lagt fram áætlanir til að bæta grunnskólanemendum það tjón sem hlaust af átta vikna verkfalli grunnskólakennara. Meðal þess sem Fræðsluráð Reykjavíkur hefur ákveðið að gera er að bjóða 10. bekkingum aðstoð í undirbúningi samræmdra prófa og veita nemendum í 9. bekk aðstoð í völdum greinum. Þá verður komið til móts við móts við yngri nemendur sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda. Fræðsluráð Hafnarfjarðar hefur lagt til að fjölga kennslustundum fyrir fimmta til tíunda bekk og fækka frídögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×