Innlent

Sárir og reiðir

Bolvíkingar eru sárir og reiðir yfir fyrirætlunum um að segja upp starfsmönnum Ratsjárstofnunar á Bolafjalli. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að varla sé um annað talað fyrir vestan. Þegar sé byrjað að ræða við þingmenn til að velta upp hugmyndum um hvað geti komið í staðinn, t.d. hvort miðstýring stofnunarinnar geti flust vestur, en fjölbreytni í atvinnulífi er lítil á staðnum. Starfsmenn Ratsjárstofnunar í Bolungarvík eru 11 og margir þeirra íhuga brottflutning, t.d. til útlanda, en lítil eftirspurn er hérlendis eftir svo sérhæfðu starfsfólki. Ef öllum starfsmönnum Ratsjárstofnunar í Bolungarvík verður sagt upp kemur það við 44 íbúa að fjölskyldum meðtöldum. Ef allt þetta fólk flyst brott er það 4-5 prósent af íbúafjöldanum á staðnum og um 5 prósent af útsvarinu. Á næstu mánuðum verða ratsjárstöðvar úti á landi tengdar við stöðina á Miðnesheiði. Gert er ráð fyrir að sjálfvirknin aukist í áföngum og verði komin til framkvæmda haustið 2007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×