Innlent

Sigurður maður ársins

Frjáls verslun hefur útnefnt Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, sem mann ársins 2004 í íslensku atvinnulífi. Hann hlýtur þennan heiður fyrir einstaka hæfni við stjórnun félagsins. Sigurður hefur verið forstjóri Flugleiða frá því í júní árið 1985, eða í tæp tuttugu ár. Fyrstu níu mánuði þessa árs var hagnaður félagsins um 3,3 milljarðar fyrir skatta og allt bendir til að árið verði það annað besta í sögu félagsins, á sama tíma eru nánast öll flugfélög erlendis rekin með tapi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×