Innlent

Formlegar athugasemdir frá 320

"Okkur sýnist að ákaflega vel hafi tekist til með þessa framkvæmd alla, sem sést hvað best á því hversu afar fáir gera formlegar athugasemdir, en auðvitað eru nokkur dæmi um einstaklinga sem nýta andmælarétt sinn og þau mál verða öll könnuð ítarlega á nýju ári," sagði Karl Steinar. hann sagði, að þessa dagana væri af hálfu TR kostað kapps um að endurgreiða inneignir en þær yrðu greiddar 24 þúsund lífeyrisþegum í næstu viku. Etir áramót yrðu athugasemdir vegna uppgjörsins teknar fyrir. Mikið annríki hefur verið í Tryggingastofnun að undanförnu vegna endurreiknings á lífeyrisgreiðslum og á þriðja þúsund manns komið í þjónustumiðstöð til að leita skýringa og fá úrlausn, að sögn Karls Steinars. Það er til marks um álagið að á fjórum dögum bárust 11 þúsund símtöl í símaver þjónustumiðstöðvar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×