Innlent

Fiskilifur olli nærri slysi

Minnstu munaði að illa færi þegar tvö stór fiskkör, full af fiskilifur, losnuðu á palli vörubíls, sem var á leið niður Kambana í gærkvöldi, og féllu á veginn. Ökumanni bíls, sem komu úr gagnstæðri átt, tókst með naumindum að forða sér undan körunum, en annað þeirra lenti utan í bílnum og skemmdi hann eitthvað. Vegagerðarmenn voru kallaðir á vettvang til að hreinsa veginn, enda jók lifrin enn á hálkuna sem fyrir var.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×