Innlent

Dómi vísað frá

Hæstiréttur ákvað í dag að vísa frá héraðsdómi yfir pilti sem hafði verið sakfelldur fyrir líkamsárás. Ákæruvaldið lýsti efasemdum um réttmæti ákærumeðferðar málsins fyrir dómi og hjá lögreglu en vildi samt refsa piltinum. Pilturinn var upphaflega ákærður og dæmdur í héraði fyrir að hafa ráðist að sextán ára stúlku sem hann átti í sambandi við í tvö og hálft ár og meðal annars slegið hana nokkur hnefahögg. Það voru foreldrar stúlkunnar sem kærðu hann til lögreglu en hann var síðar ákærður fyrir líkamsárás og dæmdur í Héraðsdómi Austurlands í fangelsi í einn mánuð skilorðsbundið. Í greinargerð ríkissaksóknara, sem rak málið fyrir Hætarétti, segir að lögreglurannsóknin og dómsrannsóknin hafi verið miklu ítarlegri en sakargiftirinar hafi gefið tilefni til og farið langt út fyrir sakarefnið. Það virðist öðru fremur hafa haft þann tilgang að hafa áhrif á samband unglinganna. Hæstiréttur segir að málflutningur ákæruvaldsins hafi af öðrum þræði einkennst af því að lýsa efasemdum um réttmæti þess að gefa út ákæru í málinu og síðan að sakfella hann, jafnframt því að haldið er til streitu að hann beri að sakfella og refsa. Hæstiréttur segir að engin haldbær skýring hafi borist frá ákæruvaldinu um hverju þetta sætti. Meirihluti Hæstaréttar segir í greinargerð sinni að afstaða ríkissaksóknara sem rak málið fyrir hæstarétti og fulltrúa hans sem ákærði og rak málið fyrir Héraðsdómi, sé greinilega ekki sú sama. Á þeim grundvelli geti ríkissaksóknari breytt málflutningi ákærða til hagsbóta þótt engin ný gögn komi fram. Ákæruvaldinu hefði þó borið að krefjast sýknu þegar svo var komið því ekki sé því aðeins skylt að hlutast til um að sekur maður fái dóm heldur einnig að saklaus maður sé ekki dæmdur. Á þessum forsendum vísaði Hæstiréttur því málinu frá Héraðsdómi. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að sýkna bæri piltinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×