Innlent

Farið fram á að ferðum fjölgi

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra fékk afhenta áskorun til ríkisstjórnarinnar um að hún stuðli að því að ferðum Herjólfs fjölgi í þrettán á viku, til hagsbóta fyrir sjávarútvegsfyrirtækin í Eyjum. Þetta mál hafði áður verið rætt utan dagskrár á Alþingi á dögunum að frumkvæði Hjálmars Árnasonar Alþingismanns. Að sögn útvegsbænda í Eyjum tók forsætisráðherra erindinu vel og sagðist munu kynna það frekar á vettvangi ríkisstjórnarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×