Innlent

Hámarkssektir þrefaldaðar

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur með nýrri reglugerð þrefaldað upphæð hámarkssekta við umferðalagabrotum. Þær hækka úr 100 þúsund krónum í 300 þúsund krónur. Hæstu sektir liggja við ölvunarakstri og akstri, eftir að hafa verið sviftur ökuréttindum og ef menn eru ítrekað staðnir að akstri dráttarvéla, léttra bifhjóla, vinnuvéla og torfærutækja, eftir að hafa verið sviftir ökuréttindum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×