Innlent

Tíu sækja um

Tíu hafa sótt um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla, þar af þrír starfsmenn skólans. Skólanefnd fer á næstunni yfir umsóknirnar og skilar svo tillögu til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Miðað er við að ráðherra skipi í stöðuna til fimm ára frá næstu áramótum. Umsækjendur eru Anna Jóna Guðmundsdóttir kennari, Erpur Snær Hansen kennari, Eyjólfur Bragason, náms- og starfsráðgjafi, Gísli Ragnarsson aðstoðarskólameistari, Helga Kristín Kolbeins áfangastjóri, Magnús Ingólfsson kennslustjóri, Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri, Ólafur Hjörtur Sigurjónsson aðstoðarskólameistari, Sigurlaug Kristmannsdóttir kennari og fjarnámsstjóri og Svava Þorkelsdóttir deildarstjóri. Ólafur Hjörtur, Eyjólfur og Sigurlaug starfa við Fjölbrautaskólann við Ármúla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×