Innlent

15% brottfall af háskólastigi

Brottfall nemenda af háskólastigi var tæp 15 prósent milli áranna 2002 og 2003. Þetta kemur fram í tölum sem Hagstofa Íslands hefur tekið saman. Niðurstöðurnar sína meðal annars að brottfall er minna meðal nemenda í dagskóla og fjarnámi en talsvert meira meðal nemenda í kvöldskólum. Þá eru minni líkur á brottfalli hjá nemendum í fullu námi og kvenstúdentum. Brottfallið var hlutfallslega jafn mikið fyrir fimm árum þrátt fyrir mikla fjölgun nemenda á tímabilinu. Þess má þó geta að um helmingur þeirra sem féllu úr námi árið 1997 hóf námið á ný. Þar af tók tæplega fjórðungur hópsins aðeins árshlé frá námi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×