Innlent

Gæsluvarðhald framlengt

Héraðsdómur Reykjavíkur framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið valdur að dauða manns á veitingahúsi í mosfellsbæ um síðustu helgi. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn nær til sex vikna eða til 27. janúar. Maðurinn hefur kært úrskurð héraðsdóms. Lögreglan fór um helgina fram á tveggja vikna gæsluvarðhald en fékk eingöngu fimm daga varðhaldsúrskuð yfir manninum. Nú hefur það verið framlengt. Verjandi mannsins hélt uppi miklum vörnum fyrir hann í dag og vitnaði til fjölda dóma í því skyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×