Fleiri fréttir

Hundur gerði húsráðanda viðvart

Bruni varð í einbýlishúsi á Tálknafirði í fyrrinótt og mátti litlu muna að húsið yrði alelda. Heimilishundur lét húsráðanda vita um eldinn.

Mónakó í Evrópuráðið

Mónakó verður 46. aðildarríki Evrópuráðsins 5. október næstkomandi, að því er fram kemur í Stiklum utanríkisráðuneytisins. Ísland varð aðili að Evrópuráðinu 7. mars árið 1950. Hvíta-Rússland er nú eina Evrópuríkið sem stendur utan ráðsins.

Stálu og skemmdu

Brotist var inn í félagsmiðstöðina Tópas í Bolungarvík um síðustu helgi en í sama húsi er heilsdagsskóli grunnskólans.

Vilja sjúkraskýrslur frá Litháen

Beiðni verjenda í líkfundarmálinu í Neskaupstað um að ákæruvaldið aflaði sjúkraskýrslna frá Litháen um hugsanleg veikindi Vaidasar Jucevicius, var hafnað af dómara Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Verjendurnir óskuðu eftir úrskurði í málinu.

Skriður féllu á Múlaveg

Nokkrar stórar skriður féllu á Múlaveg á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar snemma í morgun. Talið er að sú stærsta hafi verið um fimmtíu metra breið.

Ríki og sveit ræðast loks við

Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor.

Vilja meiri tekjur

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir löngu kominn tíma á að nefnd félagsmálaráðuneytisins sem á að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna komist að niðurstöðu og skili af sér hugmyndum. Bæjarstjóri á Blönduósi, segist fagna samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra við sveitarfélögin þótt hún sjái þar ekkert fast í hendi.

Áhyggjufullir en óbugaðir

Kennarar búa sig undir fjárhagsáhyggjur og þunglyndi eftir því sem líður á verkfallið. Þeir stappa stálinu hverjir í annan í verkfallsmiðstöðvum um allt land. </font /></b />

Skylda deilenda að flýta málinu

Menntamálaráðherra lýsir þungum áhyggjum af verkfalli grunnskólakennara og segir það skyldu deilenda að ná samkomulagi á stuttum tíma. Forseti borgarstjórnar segir brýnt að samningamenn fái ráðrúm til að leysa deiluna.

Foreldrar aðstoða í Ísaksskóla

Vökul augu verkfallsvarða fylgdust grannt með foreldrum sem fylltu upp í kennslustundir barna í Ísaksskóla í morgun. Skólinn er meðal þeirra einkaskóla sem starfa í verkfallinu en það gerist með hjálp foreldra.

Umboðin ráða úrslitum

Tvö fyrirtæki, Rekstrarfélag Véla og þjónustu hf. og nýstofnað fyrirtæki, Vélar og þjónusta ehf., reyna að tryggja sér sömu umboðin og sömu viðskiptavini, að sögn Stefáns Bjarnasonar, fjármálastjóra Véla og þjónustu ehf.

Án samþykkis atvinnurekenda

Samningur útgerðarfélagsins Sólbaks við sjómenn um breytt kjör var ekki gerður með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna né Samtaka atvinnulífsins.

Tugur beiðna um undanþágur

Um það bil tugur beiðna um undanþágur vegna verkfallsins hafa borist kennurum en bið er á því að umsóknirnar verði teknar fyrir. Verkfallið gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir börn sem eiga við geðsjúkdóma að stríða.

Munur á launum kennara eftir kyni

Karlkyns kennarar hafa að meðaltali liðlega 12 þúsund króna hærri dagvinnulaun en starfssystur þeirra. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir ástæðurnar vera þrennar.

Aðför eða framför?

Sjómannasambandið sakar útgerðarfélagið Brim um aðför að stéttarfélögunum með því að stofna rekstrarfélag um togarann Sólbak. Framkvæmdastjóri Brims segir kerfið vera framför.

Gremja í garð Jóns Steinars

Fyrrverandi Hæstaréttardómari telur dómara Hæstaréttar reyna vísvitandi að koma í veg fyrir að Jón Steinar Gunnlaugsson verði skipaður dómari. Hann telur gremju í garð Jóns Steinars ráða gerðum dómaranna en þeir röðuðu þremur umsækjendum framar honum í umsögn sinni um umsækjendur um dómaraembætti.

Nauðgari kærður fyrir hótanir

Maður sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í sumar fyrir að nauðga sambýliskonu sinni hefur verið kærður fyrir að hóta henni. <font face="Helv"></font>

Engar aðgerðir að sinni

Kennarar ætla ekki að grípa til aðgerða vegna meintra verkfallsbrota að sinni, af tillitssemi við börnin. Þeir segja fyrirtæki standa fyrir kennslu í íþróttahúsi í Mosfellsbæ, sem sé klárt verkfallsbrot, og svíður sárt að þar skuli starfa nemi í Kennaraháskólanum.

Ekki samúð með kennurum?

Foreldrar virðast ekki hafa mikla samúð með grunnskólakennurum í verkfalli, ef marka má þá sem fréttastofan hitti í dag.

Gatnamótin söltuð í borgarstjórn

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur saltaði mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í dag og markaði þá stefnu í staðinn að betrumbæta ljósastýrð gatnamót með fleiri akreinum. 

Ástþór listamaður segir Mikael

Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi mætti með körfubíl að ritstjórn DV í dag til að geta legið á gluggunum hjá blaðamönnunum og ljósmyndað þá í bak og fyrir.

Fé rýrara en í fyrra

"Það hefur gengið mjög vel að heimta fé þar sem búið er að rétta," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, en víða hefur verið mikið um að vera í réttum að undanförnu. Þó er minna fé sótt á fjall en í fyrra, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fé hefur fækkað mikið vegna riðu og niðurskurðar.

Aðför að stéttarfélögum sjómanna

Nýtt útgerðarfélag utan um ísfiskstogarann Sólbak frá Akureyri er háalvarleg aðför að stéttarfélögum sjómanna, segir Árni Bjarnason, forseti Farmanna og fiskimannasambands Íslands og formaður í félagi skipstjórnarmanna. "Þetta er það grófasta sem ég hef horfst í augu við í kjaramálum sjómanna," segir Árni.</< /> >

Hækkuðu kröfurnar á lokasprettinum

Launanefnd sveitarfélaga segir grunnskólakennara hafa hækkað kröfur sínar verulega rétt fyrir boðað verkfall. Á heimasíðu Sambands sveitarfélaga segir að kröfur kennara hefðu þýtt  8,7 til 10,4 milljarða króna kostnaðarauka á ársgrundvelli. Heildarlaunakostnaður sveitarfélaga vegna grunnskólakennara á þessu ári nemur 16,2 milljörðum.

Höfnuðu lokaútspili kennara

Grunnskólakennarar segja Launanefnd sveitarfélaga hafa hafnað lokaútspili kennara um skammtímasamning og þar með sé sú hugmynd ekki lengur á borðinu. Verkfall skall á um miðnætti og verður verkfallsmiðstöð opnuð í fyrramálið í gamla Karphúsinu við Borgartún 22.

Meirihluti á móti ríkisstjórninni

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins er meirihluti landsmanna andvígur ríkisstjórninni. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þó sótt í sig veðrið frá því í síðustu könnun en hafa ekki náð því fylgi er þeir fengu í síðustu kosningum. </font /></b />

Þráðlaust dreifikerfi úti á landi

Fjarskiptafélagið eMax vill byggja upp þráðlaust dreifikerfi á landsbyggðinni í samkeppni við Símann. Framkvæmdastjóri eMax segir umræðu stjórnmálamanna um uppbyggingu Símans á villigötum. </font /></b />

Umdeild slysahætta

Borið hefur á óánægju meðal ferðamanna við Bjarnarflag við Mývatn í sumar, þar sem bannað hefur verið að baða sig í lóninu.

Forvarnir gegn sjálfsvígum barna

Landlæknisembættið segir börn hér á landi, allt niður í 12-13 ára, gera tilraunir til sjálfsvígs. Yngsti einstaklingurinn sem fallið hefur fyrir eigin hendi var 15 ára. Embættið vinnur að öflugu forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum. </font /></b />

Æ fleiri bækur prentaðar erlendis

Nokkuð hefur færst í vöxt á liðnum árum að íslenskar bækur séu prentaðar erlendis. Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Eddu og formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, segir þó að meirihluti íslenskra bóka sé prentaður hérlendis.

Mannbjörg í Ísafjarðardjúpi

Björgunarsveitarmenn á björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði björguðu í gærkvöldi manni sem var einn á reki í litlum plastbáti við innanvert Ísafjarðardjúp eftir að utanborðsmótor bátsins bilaði. Maðurinn lagði upp frá Arngerðareyri og ætlaði að sigla til Ísafjarðar.

Sjö slasaðir eftir bílslys

Sjö manns slösuðust, en engin þó lífshættulega, þegar fjórir bílar lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Hafravatnsafleggjara um klukkan sex í gærkvöldi. Atburðarásin hófst með því að einum bíl var ekið aftan á annan sem var kyrrstæður við vegamótin og kastaðist hann yfir á tvo bíla sem komu á móti og valt annar þeirra.

Þrír sluppu vel eftir bílveltu

Þrír menn sluppu ótrúlega vel þegar jeppi sem þeir voru í fór út af veginum við brúna yfir Laxá í Aðaldal á móts við Laxamýri í gær, valt að minnsta kosti eina veltu og hafnaði ofan í ánni. Þar lenti bíllinn á grynningum, skammt frá djúpum straumhörðum streng, sem hefði hrifið bílinn með sér.

Brotist inn í sumarbústaði

Þrír ungir menn hafa viðurkennt að hafa brotist inn í nokkra sumarbústaði við Úthlíð í Árnessýslu í fyrradag og stolið þaðan ýmsum verðmætum. Skömmu eftir að tilkynnt var um innbrotin stöðvaði lögreglan á Selfossi mennina og reyndist þá ýmis varningur í bíl þeirra sem þeir gátu ekki gefið eðlilegar skýringar á, meðal annars málverk.

Kvennaathvarf greiði 1600 þúsund

Erfingjar Einars Sigurðssonar stórútgerðarmanns í Ísfélagi Vestmannaeyja krefjast þess að Kvennatahvarfið greiði gjald fyrir þá mánuði sem samtökin voru í húsinu á Bárugötu 2 eftir að dómstólar dæmdu húsið af Kvennaathvarfinu og í hendur Ísfélagserfingjanna.</font /> Krafa Ísfélagsfjölskyldunnar nemur 1600 þúsund krónum fyrir um fjögurra mánaða tímabil. Sjá nánar í DV í dag.

Kennari kærður fyrir klámkjaft

Andrés Már Heiðarsson, grunnskólakennari og körfuknattleiksmaður, hefur verið kærður fyrir að beita sex unglingsstúlkur kynferðislegri áreitni. Þrjár þeirra eru fyrrum nemendur Andrésar við grunnskólann á Stykkishólmi. Andrés sagði upp störfum eftir að rannsókn á honum hófst. Stúlkurnar segja Andrés hafa sent þeim ósiðleg SMS-skilaboð á nóttunni og í kennslustundum. Ríkissaksóknari rannsakar málið. Sjá nánar í DV í dag.

Sjóðurinn dugar í tvo mánuði

Um 900 milljónir króna eru í verkfallssjóði kennara. Meðan á verkfalli stendur fá grunnskólakennarar í fullu starfi greiddar þrjú þúsund krónur á dag, eða um 90 þúsund krónur á mánuði. Þetta þýðir að sjóðurinn verður uppurinn þegar um 4300 kennarar í Félagi grunnskólakennara hafa fengið úr honum greitt í tvo mánuði.

Viku verkfall hið minnsta

Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti.

Aðgerðir gegn leikjanámskeiðum

Skipulögð starfsemi eins og leikjanámskeið á starfstíma kennara er verkfallsbrot að mati Kennarafélagsins. Búast má við aðgerðum, enda lítur félagið svo á að gengið sé inn á verksvið kennara.

Hótel Skaftafell opnað að nýju

Hótel Skaftafell að Freysnesi hefur verið opnað að nýju eftir veðurofsann sem gekk þar yfir í síðustu viku og olli tugmilljónatjóni. Margir hafa lagt hönd á plóginn og aðstoðað við að koma hótelinu aftur í stand og eru eigendur þess bjartsýnir á framhaldið.

Nýtt nafn og merki

Landssamtök hjartasjúklinga hafa tekið upp nýtt nafn og nýtt félagsmerki. Félagið heitir nú HjartaHeill og var nýtt nafn samþykkt á landsþingi samtakanna á laugardag.

Nemendur hunsa útivistartíma

Svo virðist sem nýhafið verkfall grunnskólakennara sé þegar farið að hafa áhrif á daglegt líf nemenda sem eru lengur úti á kvöldin þar sem enginn skóli er morguninn eftir. Í Víkurfréttum segir að um helgina hafi borið nokkuð á því að börn og unglingar á grunnskólaaldri væru úti seint að kvöldi í trássi við lög um útivistartíma.

Krefjast rannsóknar á vegruðningi

Náttúruverndarsamtök Íslands fara fram á að sýslumannsembættið á Selfossi hefji þegar í stað rannsókn á því hver ruddi veg sem nýlega hefur verið gerður í leyfisleysi upp í Gufudal, fyrir ofan Hveragerði, við bæinn Reykjakot. Samtökin segja ljóst að ruðningurinn hafi verið gerður með stórri jarðýtu án tilskilinna leyfa.

Verkfallsverðir á ferðinni

Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki og stofnanir hafi skipulagt einhverskonar gæslu fyrir börn starfsmanna meðan verkfall grunnskólakennara varir. Verkfallsverðir hafa heimsótt fleiri en tuttugu skóla, stofnanir og fyrirtæki í dag til að kanna hvernig starfsemi það er sem börnunum er boðið upp á.

Eldur í vélageymslu

Vélageymsla við bæinn Skorrastað í Norðfjarðarsveit varð eldi að bráð um hádegisbil í dag. Ýmis tæki og tól sem tilheyra búskapnum að Skorrastað skemmdist illa, þar á meðal vinnuvélar og tvær bifreiðar. Skamma stund tók að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði þegar börn fiktuðu með eld í geymslunni.

Sjá næstu 50 fréttir