Innlent

Þrír sluppu vel eftir bílveltu

Þrír menn sluppu ótrúlega vel þegar jeppi sem þeir voru í fór út af veginum við brúna yfir Laxá í Aðaldal á móts við Laxamýri í gær, valt að minnsta kosti eina veltu og hafnaði ofan í ánni. Þar lenti bíllinn á grynningum, skammt frá djúpum straumhörðum streng, sem hefði hrifið bílinn með sér. Þeir komust út úr bílnum og upp úr ánni af sjálfdáðum og voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×