Innlent

Eldur í vélageymslu

Vélageymsla við bæinn Skorrastað í Norðfjarðarsveit varð eldi að bráð um hádegisbil í dag. Ýmis tæki og tól sem tilheyra búskapnum að Skorrastað skemmdist illa, þar á meðal vinnuvélar og tvær bifreiðar. Skamma stund tók að ráða niðurlögum eldsins sem kviknaði þegar börn fiktuðu með eld í geymslunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×