Innlent

Sjö slasaðir eftir bílslys

Sjö manns slösuðust, en engin þó lífshættulega, þegar fjórir bílar lentu í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi við Hafravatnsafleggjara um klukkan sex í gærkvöldi. Atburðarásin hófst með því að einum bíl var ekið aftan á annan sem var kyrrstæður við vegamótin og kastaðist hann yfir á tvo bíla sem komu á móti og valt annar þeirra. Þrír bílanna eru gjörónýtir. Sjö manns, þar af þrjú börn, voru fluttir á slysadeild til aðhlynningar. Miklar umferðartafir urðu en lögreglu tókst svo að beina umferð fram hjá slysstaðnum. Myndin er úr myndasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×