Ríki og sveit ræðast loks við 21. september 2004 00:01 Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor. Það var vegna ágreinings innan nefndarinnar. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni vildi að hún endurskoðaði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en fulltrúar ríkisins í nefndinni vildu aðeins skoða verkefnatilfærslu frá ríki til sveitarfélaga, skipulag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhrif sameiningar sveitarfélaga. Samkomulag fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritað var í síðustu viku, hleypti hins vegar nýju lífi í þessi samskipti. Í samkomulaginu er gert er ráð fyrir að víkka umboðið nefndarinnar svo að fulltrúar ríkisins geti komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna. Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar segir að hún komi saman við fyrsta tækifæri. Hún eigi nú að fjalla um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á þau sveitarfélög sem standa höllum fæti. Þá verði einnig skoðað hvort rýmka beri núverandi tekjustofn sveitarfélaganna og hvort koma eigi á nýjum tekjustofnum. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram í nóvember og heimildarmenn blaðsins telja að þar kunni sveitarstjórnarfólk að fá útrás fyrir gremju sína. Á ráðstefnunni í fyrra hafi menn verið einhuga um að hagur sveitarfélaganna væri óviðunandi. Síðan þá hafi lítið breyst til batnaðar. Það kunni því að fara svo að sveitarstjórnarfólk verði við áeggjan Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sem hvatti það fyrir skömmu til að gera uppreisn ef ríkið héldi áfram að daufheyrast við kröfum um lagfæringu á tekjustöðu sveitarfélaganna. Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira
Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor. Það var vegna ágreinings innan nefndarinnar. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni vildi að hún endurskoðaði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en fulltrúar ríkisins í nefndinni vildu aðeins skoða verkefnatilfærslu frá ríki til sveitarfélaga, skipulag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhrif sameiningar sveitarfélaga. Samkomulag fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritað var í síðustu viku, hleypti hins vegar nýju lífi í þessi samskipti. Í samkomulaginu er gert er ráð fyrir að víkka umboðið nefndarinnar svo að fulltrúar ríkisins geti komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna. Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar segir að hún komi saman við fyrsta tækifæri. Hún eigi nú að fjalla um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á þau sveitarfélög sem standa höllum fæti. Þá verði einnig skoðað hvort rýmka beri núverandi tekjustofn sveitarfélaganna og hvort koma eigi á nýjum tekjustofnum. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram í nóvember og heimildarmenn blaðsins telja að þar kunni sveitarstjórnarfólk að fá útrás fyrir gremju sína. Á ráðstefnunni í fyrra hafi menn verið einhuga um að hagur sveitarfélaganna væri óviðunandi. Síðan þá hafi lítið breyst til batnaðar. Það kunni því að fara svo að sveitarstjórnarfólk verði við áeggjan Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sem hvatti það fyrir skömmu til að gera uppreisn ef ríkið héldi áfram að daufheyrast við kröfum um lagfæringu á tekjustöðu sveitarfélaganna.
Fréttir Innlent Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Sjá meira