Ríki og sveit ræðast loks við 21. september 2004 00:01 Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor. Það var vegna ágreinings innan nefndarinnar. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni vildi að hún endurskoðaði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en fulltrúar ríkisins í nefndinni vildu aðeins skoða verkefnatilfærslu frá ríki til sveitarfélaga, skipulag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhrif sameiningar sveitarfélaga. Samkomulag fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritað var í síðustu viku, hleypti hins vegar nýju lífi í þessi samskipti. Í samkomulaginu er gert er ráð fyrir að víkka umboðið nefndarinnar svo að fulltrúar ríkisins geti komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna. Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar segir að hún komi saman við fyrsta tækifæri. Hún eigi nú að fjalla um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á þau sveitarfélög sem standa höllum fæti. Þá verði einnig skoðað hvort rýmka beri núverandi tekjustofn sveitarfélaganna og hvort koma eigi á nýjum tekjustofnum. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram í nóvember og heimildarmenn blaðsins telja að þar kunni sveitarstjórnarfólk að fá útrás fyrir gremju sína. Á ráðstefnunni í fyrra hafi menn verið einhuga um að hagur sveitarfélaganna væri óviðunandi. Síðan þá hafi lítið breyst til batnaðar. Það kunni því að fara svo að sveitarstjórnarfólk verði við áeggjan Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sem hvatti það fyrir skömmu til að gera uppreisn ef ríkið héldi áfram að daufheyrast við kröfum um lagfæringu á tekjustöðu sveitarfélaganna. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Mikillar gremju gætir nú meðal sveitarstjórnarfólks vegna bágrar fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Pattstaða var komin upp í samskiptum þeirra og ríkisins þar sem nefnd á vegum félagsmálaráðuneytisins sem átti að skoða tekjustofna sveitarfélaganna, og sveitarstjónarmenn bundu vonir sínar við, hafði ekki komið saman síðan í vor. Það var vegna ágreinings innan nefndarinnar. Kristján Þór Júlíusson, fulltrúi sveitarfélaganna í nefndinni vildi að hún endurskoðaði tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga en fulltrúar ríkisins í nefndinni vildu aðeins skoða verkefnatilfærslu frá ríki til sveitarfélaga, skipulag jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og áhrif sameiningar sveitarfélaga. Samkomulag fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem undirritað var í síðustu viku, hleypti hins vegar nýju lífi í þessi samskipti. Í samkomulaginu er gert er ráð fyrir að víkka umboðið nefndarinnar svo að fulltrúar ríkisins geti komið til móts við óskir sveitarstjórnarmanna. Hermann Sæmundsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri og formaður nefndarinnar segir að hún komi saman við fyrsta tækifæri. Hún eigi nú að fjalla um horfur í fjármálum sveitarfélaga með sérstakri áherslu á þau sveitarfélög sem standa höllum fæti. Þá verði einnig skoðað hvort rýmka beri núverandi tekjustofn sveitarfélaganna og hvort koma eigi á nýjum tekjustofnum. Fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fer fram í nóvember og heimildarmenn blaðsins telja að þar kunni sveitarstjórnarfólk að fá útrás fyrir gremju sína. Á ráðstefnunni í fyrra hafi menn verið einhuga um að hagur sveitarfélaganna væri óviðunandi. Síðan þá hafi lítið breyst til batnaðar. Það kunni því að fara svo að sveitarstjórnarfólk verði við áeggjan Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs, sem hvatti það fyrir skömmu til að gera uppreisn ef ríkið héldi áfram að daufheyrast við kröfum um lagfæringu á tekjustöðu sveitarfélaganna.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira