Innlent

Nauðgari kærður fyrir hótanir

Maður sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í sumar fyrir að nauðga sambýliskonu sinni hefur verið kærður fyrir að hóta henni. Sambýliskonan dró síðar framburð sinn til baka um að hann hefði nauðgað og gengið í skrokk á sér á víxl klukkustundum saman. Í áfrýjunarmáli mannsins sem nú er fyrir Hæstarétti byggir maðurinn vörn sína á undirritaðri yfirlýsingu hennar þess efnis að hún dragi framburðinn til baka. Nú segir konan hins vegar að maðurinn hafi hótað sér öllu illu til að fá hana til þess að hætta við málið. Hún hefur kært manninn fyrir þessar meintu þvinganir og verður það mál tekið fyrir í Héraðsdómi í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×