Viku verkfall hið minnsta 20. september 2004 00:01 Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira
Að minnsta kosti viku verkfall kennara blasir við í grunnskólum landsins eftir að slitnaði upp úr viðræðum samninganefnda kennara og sveitarfélaga á tíunda tímanum í gærkvöldi og verkfall skall á á miðnætti. Verkfallið nær til rúmlega fjögur þúsund grunnskólakennara og raskar námi um það bil 45 þúsund nemenda. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari metur stöðuna í deilunni svo að ekki sé tilefni til að kalla samningamenn aftur til fundar fyrr en klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Útlit er því fyrir að ekkert skólahald verði þessa vikuna í það minnsta. Aðspurður af hverju þetta langa hlé verður á viðræðunum segir ríkissátasemjari að tvær ástæður liggi þar að baki. Annars vegar sú að málsaðilar þurfi tíma til að leggja málum gagnvart fjölmiðlum og þar með gagnvart sínum félgsmönnum, auk þess sem þeir þurfi að fylgja því eftir að verkfallið fari fram eins og ætlast sé til. Hin ástæðan er sú að það mikið ber í milli hjá deiluaðilum að Ásmundur telur líklegra til árangurs að þeir fari yfir málin, hvor fyrir sig, á næstu dögum. Mikið ber í milli krafna kennara og tilboðs sveitarfélaganna og eru deilendur ekki einu sinni á sama máli um hversu mikið ber í milli eða hvernig. Þannig segja samningamenn sveitarfélaga að kröfur kennara hafi hækkað úr nítján prósenta kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin í vor upp í 30-35 prósenta kostnaðarauka núna og fari bilið breikkandi ef eitthvað er. Kennarar segja að samninganefndin hafi hafnað tilboði þeirra um samning sem leitt hefði af sér aðeins sextán prósenta kostnaðarauka á þessu skólaári. Samningamenn sveitarfélaga segja aftur á móti að það tilboð hefði í raun þýtt tuttugu og fjögurra prósenta kostnaðarauka en ekki sextán prósenta þannig að á þessu stigi virðast deilendur aðeins vera sammála um það eitt að vera ósammála. En lítum nú á nokkrar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra og nemendur. Einkaskólar starfa nær ótruflaðir þar sem þeir hafa í flestum tilvikum gert sérsamninga við kennara sína. Viðvera fyrir yngri börnin úr fyrsta til fjórða bekk, sem hefst upp úr klukkan eitt á daginn og stendur til fimm, verður með eðlilegum hætti, a.m.k. næstum því alls staðar, því það heyrir til undantekninga að kennarar annist gæslu þar. Hins vegar verða engar skólamáltíðir í hádeginu þótt starfsfólk möguneyta skólanna mæti í verkfallinu þar sem kennarar annast gæslu í mötuneytunum. Heimakennsla eftir skóla fellur niður þar sem hún er í boði því kennarar annast hana. Þá verða flest eða öll skólabókasöfn lokuð þar sem starfsmenn þeirra eru lang flestir í Kennarasambandinu. Nemendur þurfa hins vegar að mæta hjá stundakennurum eins og ekkert hafi í skorist. Það er einkum í efri bekkjum grunnskólans að stundakennarar, sem ekki eru í Kennarasambandinu, hlaupa undir bagga með kennslu í ýmsum valgreinum. Nemendur þurfa eftir sem áður að mæta í þá tíma, sem geta verið tveir til fjórir tímar í viku, og verða þeir á þeim tímum sem búið var að ákveða áður en til verkfalls kom og má ekki breyta þeirri tímasetningu. Þær félagsmiðstöðvar sem reknar eru í skólum fyrir eldri nemendur verða áfram opnar. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar og annað starfsfólk skólanna sem ekki er kennarar mætir svo í skólana í dag og hefur ekki verið sett verkbann á þá hópa. Skrifstofur skólanna verða því opnar. Skólastjórarnir mega hins vegar ekki ganga í störf kennara á neinu sviði. Hægt er að hlusta á viðtal við Ásmund Stefánsson ríkissáttasemjari með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Sjá meira