Innlent

Fé rýrara en í fyrra

"Það hefur gengið mjög vel að heimta fé þar sem búið er að rétta," segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, en víða hefur verið mikið um að vera í réttum að undanförnu. Þó er minna fé sótt á fjall en í fyrra, sérstaklega á Suðurlandi þar sem fé hefur fækkað mikið vegna riðu og niðurskurðar. "Án þess að við höfum tölur um það segja fróðir menn að fé sé heldur rýrara en í fyrra og kenna þurrkum um," segir Özur. Kann því að vera að hlýindaskeiðið sem lék við landsmenn í sumar komi í bakið á bændum. Þeir geta þó fagnað því að sala kindakjöts hefur aukist um tugi prósenta milli ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×