Innlent

Án samþykkis atvinnurekenda

Samningur útgerðarfélagsins Sólbaks við sjómenn um breytt kjör var ekki gerður með samþykki Landssambands íslenskra útvegsmanna né Samtaka atvinnulífsins. Í síðustu viku kynnti eigandi Sólbaks EA 7 drög að samningi milli hans og áhafnar skipsins sem LÍÚ og SA samþykktu. Þar var gert ráð fyrir að samningurinn yrði lagður fyrir stéttarfélög sjómanna. Hvorki LÍÚ né Samtök atvinnulífsins samþykktu að útgerð skipsins né áhöfn stæði utan samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×