Innlent

Krefjast rannsóknar á vegruðningi

Náttúruverndarsamtök Íslands fara fram á að sýslumannsembættið á Selfossi hefji þegar í stað rannsókn á því hver ruddi veg sem nýlega hefur verið gerður í leyfisleysi upp í Gufudal, fyrir ofan Hveragerði, við bæinn Reykjakot. Samtökin segja ljóst að ruðningurinn hafi verið gerður með stórri jarðýtu án tilskilinna leyfa. Verði ekki annað séð en að um sé ræða skýlaust brot á lögum um náttúruvernd. Þau telja embætti sýslumannsins bera skyldu til að rannsaka hver hefur verið að verki þannig að viðkomandi sæti ábyrgð að lögum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×