Fleiri fréttir Víðtækasta verkfall um árabil Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. 20.9.2004 00:01 Hjólreiðatúr bæjarstjóra Í tilefni hjólreiðadags Evrópskrar samgönguviku hjóluðu fimm bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra frá Kópavogi í gegnum Fossvogsdal í Elliðaárdal. 20.9.2004 00:01 Hver dagur púsluspil "Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig," Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra á meðan kennaraverkfalli stendur. 20.9.2004 00:01 Fá nýja rústamyndavél Hjálparsveit skáta í Kópavogi hefur tekið í notkun nýja rústamyndavél og hlustunartæki en sveitin er hluti af Alþjóðabjörgunarsveitinni. 20.9.2004 00:01 Fagnar sýrufundi "Fagnaðarefni að efnið hafi náðst," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um mikið magn af LSD sem náðist í síðustu viku og maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald út af. 20.9.2004 00:01 Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. 20.9.2004 00:01 Barnagæslan verkfallsbrot Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. 20.9.2004 00:01 Kennarar með 3.000 krónur á dag Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfallssjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar, vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur. 20.9.2004 00:01 Lág laun leikskólakennara Daglaun leikskólakennara eru um 30 þúsund krónum lægri en grunnskólakennara á mánuði. Leikskólakennarar setja fram kröfur um sambærileg laun fyrir sambærilega menntun í kjaraviðræðum við ríkið. 20.9.2004 00:01 Kostnaður hækkar um 10 milljarða Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. 20.9.2004 00:01 Ekki fyrirboði stærri skjálfta Engar vísbendingar eru um að jarðskjálftinn á Suðurlandi í gær sé fyrirboði stærri viðburða. Jarðskjálftinn, sem var að stærðinni 3,2 á Richter, varð í gær við Þjórsá og voru upptökin nokkru fyrir sunnan Urriðafoss. Um tíu eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. 20.9.2004 00:01 Ódýrara dreifikerfi en Símans Lítil fjarskiptafyrirtæki segjast fullfær um að taka þátt í að koma upp dreifikerfi á landsbyggðinni, á skemmri tíma og á ódýrari hátt en Landssíminn. 20.9.2004 00:01 Sjómenn utan stéttarfélags Útgerðarfyrirtækið Brim hefur stofnað sérstakt rekstrarfélag um ísfisktogarann Sólbak EA -7. Við breytinguna stendur skipið utan Landssambands íslenskra útvegsmanna. Sjómenn á skipinu starfa utan stéttarfélaga sjómanna. 20.9.2004 00:01 Símreikningar í markaðsstarfi Starfsfólk skoðar símreikninga fólks hjá Og Vodafone og notar upplýsingarnar í viðleitni til að fá fólk til að gera lengri samninga við fyrirtækið. Fjarskiptalög kveða á um samþykki viðskiptavina fyrir slíkri notkun trúnaðarupplýsinga. </font /></b /> 20.9.2004 00:01 Ágreiningur í Hæstarétti Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari telur meirihluta hæstaréttar raða Jóni Steinari Gunnlaugssyni of aftarlega í hæfnisröð í umsögn um skipan hæstaréttadómara. 20.9.2004 00:01 Samúð í veikindum Davíðs Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta minna trausts en leiðtogar helstu stjórnmálaafla. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar nýtur þó heldur minna trausts en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður. Traust á henni hefur minnkað talsvert frá síðustu könnun eða úr rúmum 14 prósentum í 9 prósent og traust á Össuri virðist fara dvínandi. 20.9.2004 00:01 Kúvent í afstöðu til Davíðs Óvinsældir Davíðs Oddssonar snarminnka í skoðanakönnun Fréttablaðsins. 26 prósent treysta honum nú minnst stjórnmálamanna í stað 57 prósenta síðast. Steingrímur J. sækir enn í sig veðrið en þeim sem bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar fjölgar mjög. </font /></b /> 20.9.2004 00:01 Fjölmiðlafrumvarpið smágleymist Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórmálafræði telur að athyglisverðustu niðurstöður könnunar Fréttablaðsins á því hvaða stjórnmálamaður njóti mesta og minnsta trausts séu þær að vinsældir Davíðs Oddssonar virðist vera að aukast á ný þótt hann sé bersýnilega áfram umdeildur enda tróni hann á toppi beggja lista. 20.9.2004 00:01 Þrír stöðvaðir fyrir ölvunarakstur Þrír ökumenn voru stöðvaður grunaðir um ölvun við akstur í Hafnarfirði í nótt. Einn þeirra ók á ungan karlmann, gangandi vegfaranda, við Garðatorg í Garðabæ. Maðurinn mun að sögn lögreglu ekki hafa slasast alvarlega. 19.9.2004 00:01 Andanefjur á ferð Fjórar andanefjur sáust við Engey í gærkvöld. Skipið Elding var á leið úr hvalaskoðunarferð um kvöldmatarleytið í gær með hóp danskra eldri borgara þegar andanefjurnar sáust en samkvæmt upplýsingum voru þær á útleið. Andanefjan er stór tannhvalur með mjótt trýni og hátt og kúpt enni. 19.9.2004 00:01 Enn fundað Samninganefndir kennara og fulltrúar launanefndar sveitarfélaga voru að koma til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundahöld síðustu daga hafa litlu skilað en enn er von á meðan deilendur ræða saman. Náist samningar ekki hefst verkfall hins vegar á miðnætti. 19.9.2004 00:01 Kommúnistar yngja upp Yngri kynslóð hefur nú tekið við völdum í kínverska kommúnistaflokknum, en Jiang Zemin lét af síðasta embættinu sem hann gegndi í morgun. Lítið er vitað um eftirmanninn Hu Jintao, sem er nú valdamesti maður Kína. 19.9.2004 00:01 Lokahrina viðræðna hafin Reyna á til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í dag. Samninganefndir komu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um tíu leytið í morgun og segja menn að enn sé von á meðan deilendur ræða saman. 19.9.2004 00:01 Hættir Baugur við? Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. 19.9.2004 00:01 Hættir Baugur við? Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. 19.9.2004 00:01 Skjálfti við Þjórsá Skjálfti sem mældist 3.2 á Richter varð við Þjórsá, um 5 km suðvestan við Ásahverfi í Holtum, uppúr klukkan fjögur í nótt Um 10 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þeir eru allir minni en 1.5 að stærð. Ekki er vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum í nótt. Skjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum. 19.9.2004 00:01 Austfirðingum fækkar Fyrstu átta mánuði ársins fengu ríflega 400 útlendingar atvinnuleyfi hér á landi í tengslum við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka. Hins vegar voru brottfluttir Austfirðingar 62 fleiri en aðfluttir frá janúar til júní. 19.9.2004 00:01 Frístundaheimilin opin Öll starfsemi skólanna lamast komi til verkfalls, að undanskildum frístundaheimilum. Mjög erfitt er að fá heildarsýn yfir hvaða starfsemi verður í skólanum skelli verkfallið á á miðnætti, en eftir því sem næst verður komist er útlitið þó eftirfarandi. 19.9.2004 00:01 Fordómar í garð parkinsonsjúkra Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. 19.9.2004 00:01 Rimaskóli Norðurlandameistari Rimaskóli varð í dag Norðurlandameistari í skákeppni barnaskóla. Laugalækjarskóli gerði sér lítið fyrir að lenti í öðru sæti og Svíar í þriðja sætinu, en Svíar hafa unnið þessa keppni undanfarin fjögur ár. 19.9.2004 00:01 Fjölgun í samfélagsþjónustu Þeim hefur fjölgað mjög sem vilja inna af hendi samfélagsþjónustu í stað þess að greiða sektir. Fjöldinn er orðinn slíkur að Fangelsismálastofnun getur ekki sinnt umsóknunum á skilvirkan hátt. 19.9.2004 00:01 Áhugi á Sellófan í Noregi Sellófan, leikrit Bjarkar Jakobsdóttur, var frumsýnt í Folketeatret í Kaupmannahöfn á laugardaginn við góðar undirtektir sýningargesta. 19.9.2004 00:01 Ágúst Einarsson í rektorsframboð Ágúst Einarsson prófessor hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands, en nafn hans hefur verið nokkuð í umræðunni síðan Páll Skúlason tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. 19.9.2004 00:01 Engum sagt upp Fundur verður haldinn í dag með þeim 25 starfsmönnum fiskverkunarhússins Klumbu í Ólafsvík, sem brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags, þar sem framtíð fólksins verður rædd. 19.9.2004 00:01 Gunnlaugur situr víðsvegar Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs situr einnig í framkvæmdastjórn stofnunarinnar sem einkum sinnir fjármálum hennar. Eins og Stöð 2 hefur greint frá hefur fréttastofan traustar heimildir fyrir því að hann hafi beitt sér í kaupum Símans í Skjá einum og enska boltanum. 19.9.2004 00:01 Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hafravatnsveg rétt upp úr klukkan sex. Ekki fást upplýsingar enn sem komið er um slys á fólki, en sjúkralið og lögregla eru enn að störfum á vettvangi. Suðurlandsvegur er lokaður sem stendur og umferð beint annað. 19.9.2004 00:01 Verkfallið vofir yfir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að kennarar fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanema fari í verkfall á morgun. Ríkissáttasemjari segir það ráðast á næstu klukkustundum hvort deilendur nái saman, en enn sé langt á milli þeirra. 19.9.2004 00:01 Ráðamenn geta ekki gleymt fortíð Íslenskir ráðamenn voru stoltir af stuðningi Íslendinga við stríðið í Írak þegar vel virtist ganga, og því geta þeir ekki nú sagst horfa til framtíðar, aðspurðir um ábyrgð Íslendinga á gangi mála í Írak. 19.9.2004 00:01 Orkuhjón varasöm Tómatar, farsímar og jafnvel burðarbitar í loftum geta ógnað heilsu fólks, að sögn bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. 19.9.2004 00:01 Nætursýningar í Reykjavík Næturhrafnar Reykjavíkur lentu í bíósjóræningjum um helgina, sem sýndu kvikmyndir utandyra hvar sem þeim datt í hug, víðsvegar um borgina. Aðfararnótt föstudags og laugardags læddust þrír ungir listnemar um borgina og sýndu kvikmyndir á húsveggjum og í skúmaskotum. 19.9.2004 00:01 Næsland frumsýnd 1.október Kvikmyndin Næsland, sem er nýjasta mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, gerð eftir handriti Huldars Breiðfjörð, verður frumsýnd í Háskólabíói 1.október næstkomandi. 19.9.2004 00:01 Hefur ekki áhyggjur af þenslu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur af og frá að hætta þurfi við einstakar framkvæmdir vegna hættu á þenslu í hagkerfinu. 19.9.2004 00:01 Allir snúa baki við Kattakonunni Kattakonan Guðrún Stefánsdóttir stígur nú fram og segir sína hlið á hinni skrautlegu sögu sem rakin hefur verið í DV í sumar. Börn Guðrúnar og sægur af hundum og köttum hefur verið tekinn af henni. Hún segir bæði ættingja og vini hafa snúið við sér baki og almenning veitast að sér með fúkyrðum. Hún þrái aðeins fá börnin sín aftur og búa með dýrum í sveitinni. 19.9.2004 00:01 Fundum lokið og verkfall skellur á Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga lauk nú fyrir stundu í húsakynnum sáttasemjara. Ekkert samkomulag er í sjónmáli og verkfall skellur því á nú á miðnætti. Næsti fundur er ekki boðaður fyrr en á fimmtudag. 19.9.2004 00:01 Kennaraverkfall hafið Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. 19.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Víðtækasta verkfall um árabil Víðtækasta verkfall á Íslandi um langt árabil er brostið á. Vinnustöðvun 4300 kennara snertir með beinum hætti yfir þrjátíu þúsund fjölskyldur með börn á grunnskólaaldri. 20.9.2004 00:01
Hjólreiðatúr bæjarstjóra Í tilefni hjólreiðadags Evrópskrar samgönguviku hjóluðu fimm bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu ásamt borgarstjóra frá Kópavogi í gegnum Fossvogsdal í Elliðaárdal. 20.9.2004 00:01
Hver dagur púsluspil "Það verður að taka einn dag í einu og púsla saman hverjum degi fyrir sig," Hanna Lára Steinsson, einstæð tveggja barna móðir, um stöðu margra á meðan kennaraverkfalli stendur. 20.9.2004 00:01
Fá nýja rústamyndavél Hjálparsveit skáta í Kópavogi hefur tekið í notkun nýja rústamyndavél og hlustunartæki en sveitin er hluti af Alþjóðabjörgunarsveitinni. 20.9.2004 00:01
Fagnar sýrufundi "Fagnaðarefni að efnið hafi náðst," segir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, um mikið magn af LSD sem náðist í síðustu viku og maður um þrítugt hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald út af. 20.9.2004 00:01
Fáum ekki aðstoð verkfallssjóðs Systurnar, Júlíana Ósk og Guðmunda Guðmundsdætur, segja barnapössun vegna kennaraverkfallsins bjargast fyrstu dagana en málið farið virkilega að vandast ef teygist á verfallinu. Sjötugur faðir systranna, Guðmundur Árni Bjarnason, ætlar að gæta fjögurra barnabarna sinna í verkfallinu en fyrir passar hann yngsta barnabarnið. 20.9.2004 00:01
Barnagæslan verkfallsbrot Kennarar segja skipulagða barnagæslu fyrirtækja á nokkrum stöðum meðan á verkfalli stendur vera verkfallsbrot. Þeir eru nú að íhuga til hvaða aðgerða á að grípa. Mjög mikil aðsókn er í gæsluna og komast færri að en vilja. 20.9.2004 00:01
Kennarar með 3.000 krónur á dag Kennarar fá 3.000 krónur fyrir hvern virkan dag í verkfalli. Um 900 milljónir eru í verkfallssjóði Kennarasambands Íslands. Allir samningar sambandsins eru lausir og segir Árni Heimir Jónsson, formaður stjórnar Vinnudeilusjóðs KÍ, greiðslur úr sjóðnum verða endurskoðaðar, vari verkfall kennara lengur en fjórar vikur. 20.9.2004 00:01
Lág laun leikskólakennara Daglaun leikskólakennara eru um 30 þúsund krónum lægri en grunnskólakennara á mánuði. Leikskólakennarar setja fram kröfur um sambærileg laun fyrir sambærilega menntun í kjaraviðræðum við ríkið. 20.9.2004 00:01
Kostnaður hækkar um 10 milljarða Launakostnaður sveitarfélaganna vegna grunnskólakennara fer úr 16 í 26 milljarða króna á ári, ef gengið verður að kröfum kennara, samkvæmt útreikningum Launanefndar sveitarfélaganna. Enginn fundur verður í deilunni fyrr en á fimmtudag. 20.9.2004 00:01
Ekki fyrirboði stærri skjálfta Engar vísbendingar eru um að jarðskjálftinn á Suðurlandi í gær sé fyrirboði stærri viðburða. Jarðskjálftinn, sem var að stærðinni 3,2 á Richter, varð í gær við Þjórsá og voru upptökin nokkru fyrir sunnan Urriðafoss. Um tíu eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. 20.9.2004 00:01
Ódýrara dreifikerfi en Símans Lítil fjarskiptafyrirtæki segjast fullfær um að taka þátt í að koma upp dreifikerfi á landsbyggðinni, á skemmri tíma og á ódýrari hátt en Landssíminn. 20.9.2004 00:01
Sjómenn utan stéttarfélags Útgerðarfyrirtækið Brim hefur stofnað sérstakt rekstrarfélag um ísfisktogarann Sólbak EA -7. Við breytinguna stendur skipið utan Landssambands íslenskra útvegsmanna. Sjómenn á skipinu starfa utan stéttarfélaga sjómanna. 20.9.2004 00:01
Símreikningar í markaðsstarfi Starfsfólk skoðar símreikninga fólks hjá Og Vodafone og notar upplýsingarnar í viðleitni til að fá fólk til að gera lengri samninga við fyrirtækið. Fjarskiptalög kveða á um samþykki viðskiptavina fyrir slíkri notkun trúnaðarupplýsinga. </font /></b /> 20.9.2004 00:01
Ágreiningur í Hæstarétti Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari telur meirihluta hæstaréttar raða Jóni Steinari Gunnlaugssyni of aftarlega í hæfnisröð í umsögn um skipan hæstaréttadómara. 20.9.2004 00:01
Samúð í veikindum Davíðs Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta minna trausts en leiðtogar helstu stjórnmálaafla. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar nýtur þó heldur minna trausts en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður. Traust á henni hefur minnkað talsvert frá síðustu könnun eða úr rúmum 14 prósentum í 9 prósent og traust á Össuri virðist fara dvínandi. 20.9.2004 00:01
Kúvent í afstöðu til Davíðs Óvinsældir Davíðs Oddssonar snarminnka í skoðanakönnun Fréttablaðsins. 26 prósent treysta honum nú minnst stjórnmálamanna í stað 57 prósenta síðast. Steingrímur J. sækir enn í sig veðrið en þeim sem bera minnst traust til Halldórs Ásgrímssonar fjölgar mjög. </font /></b /> 20.9.2004 00:01
Fjölmiðlafrumvarpið smágleymist Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórmálafræði telur að athyglisverðustu niðurstöður könnunar Fréttablaðsins á því hvaða stjórnmálamaður njóti mesta og minnsta trausts séu þær að vinsældir Davíðs Oddssonar virðist vera að aukast á ný þótt hann sé bersýnilega áfram umdeildur enda tróni hann á toppi beggja lista. 20.9.2004 00:01
Þrír stöðvaðir fyrir ölvunarakstur Þrír ökumenn voru stöðvaður grunaðir um ölvun við akstur í Hafnarfirði í nótt. Einn þeirra ók á ungan karlmann, gangandi vegfaranda, við Garðatorg í Garðabæ. Maðurinn mun að sögn lögreglu ekki hafa slasast alvarlega. 19.9.2004 00:01
Andanefjur á ferð Fjórar andanefjur sáust við Engey í gærkvöld. Skipið Elding var á leið úr hvalaskoðunarferð um kvöldmatarleytið í gær með hóp danskra eldri borgara þegar andanefjurnar sáust en samkvæmt upplýsingum voru þær á útleið. Andanefjan er stór tannhvalur með mjótt trýni og hátt og kúpt enni. 19.9.2004 00:01
Enn fundað Samninganefndir kennara og fulltrúar launanefndar sveitarfélaga voru að koma til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara. Fundahöld síðustu daga hafa litlu skilað en enn er von á meðan deilendur ræða saman. Náist samningar ekki hefst verkfall hins vegar á miðnætti. 19.9.2004 00:01
Kommúnistar yngja upp Yngri kynslóð hefur nú tekið við völdum í kínverska kommúnistaflokknum, en Jiang Zemin lét af síðasta embættinu sem hann gegndi í morgun. Lítið er vitað um eftirmanninn Hu Jintao, sem er nú valdamesti maður Kína. 19.9.2004 00:01
Lokahrina viðræðna hafin Reyna á til þrautar að ná samkomulagi í kjaradeilu grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga í dag. Samninganefndir komu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um tíu leytið í morgun og segja menn að enn sé von á meðan deilendur ræða saman. 19.9.2004 00:01
Hættir Baugur við? Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. 19.9.2004 00:01
Hættir Baugur við? Baugur gæti hætt við yfirtöku á bresku verslunarkeðjunni Big Food Group vegna hárra lífeyrisskulda fyrirtækisins. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Baugs á þessu fyrirtæki sem veltir meira en tvöföld íslensku fjárlögin í breskum fjölmiðlum undanfarna daga. 19.9.2004 00:01
Skjálfti við Þjórsá Skjálfti sem mældist 3.2 á Richter varð við Þjórsá, um 5 km suðvestan við Ásahverfi í Holtum, uppúr klukkan fjögur í nótt Um 10 eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Þeir eru allir minni en 1.5 að stærð. Ekki er vitað til þess að fólk hafi fundið fyrir skjálftanum í nótt. Skjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum. 19.9.2004 00:01
Austfirðingum fækkar Fyrstu átta mánuði ársins fengu ríflega 400 útlendingar atvinnuleyfi hér á landi í tengslum við virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka. Hins vegar voru brottfluttir Austfirðingar 62 fleiri en aðfluttir frá janúar til júní. 19.9.2004 00:01
Frístundaheimilin opin Öll starfsemi skólanna lamast komi til verkfalls, að undanskildum frístundaheimilum. Mjög erfitt er að fá heildarsýn yfir hvaða starfsemi verður í skólanum skelli verkfallið á á miðnætti, en eftir því sem næst verður komist er útlitið þó eftirfarandi. 19.9.2004 00:01
Fordómar í garð parkinsonsjúkra Stjórnarmaður í Parkinsonsamtökunum verður var við talsverða fordóma í garð parkinsonsjúkra. Honum hefur verið hent út af vínveitingahúusm vegna ástands síns. Hann hefur þá verið talinn ofurölvi. 19.9.2004 00:01
Rimaskóli Norðurlandameistari Rimaskóli varð í dag Norðurlandameistari í skákeppni barnaskóla. Laugalækjarskóli gerði sér lítið fyrir að lenti í öðru sæti og Svíar í þriðja sætinu, en Svíar hafa unnið þessa keppni undanfarin fjögur ár. 19.9.2004 00:01
Fjölgun í samfélagsþjónustu Þeim hefur fjölgað mjög sem vilja inna af hendi samfélagsþjónustu í stað þess að greiða sektir. Fjöldinn er orðinn slíkur að Fangelsismálastofnun getur ekki sinnt umsóknunum á skilvirkan hátt. 19.9.2004 00:01
Áhugi á Sellófan í Noregi Sellófan, leikrit Bjarkar Jakobsdóttur, var frumsýnt í Folketeatret í Kaupmannahöfn á laugardaginn við góðar undirtektir sýningargesta. 19.9.2004 00:01
Ágúst Einarsson í rektorsframboð Ágúst Einarsson prófessor hefur ákveðið að gefa kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands, en nafn hans hefur verið nokkuð í umræðunni síðan Páll Skúlason tilkynnti að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. 19.9.2004 00:01
Engum sagt upp Fundur verður haldinn í dag með þeim 25 starfsmönnum fiskverkunarhússins Klumbu í Ólafsvík, sem brann til kaldra kola aðfaranótt laugardags, þar sem framtíð fólksins verður rædd. 19.9.2004 00:01
Gunnlaugur situr víðsvegar Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs situr einnig í framkvæmdastjórn stofnunarinnar sem einkum sinnir fjármálum hennar. Eins og Stöð 2 hefur greint frá hefur fréttastofan traustar heimildir fyrir því að hann hafi beitt sér í kaupum Símans í Skjá einum og enska boltanum. 19.9.2004 00:01
Þriggja bíla árekstur Þriggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Hafravatnsveg rétt upp úr klukkan sex. Ekki fást upplýsingar enn sem komið er um slys á fólki, en sjúkralið og lögregla eru enn að störfum á vettvangi. Suðurlandsvegur er lokaður sem stendur og umferð beint annað. 19.9.2004 00:01
Verkfallið vofir yfir Fátt virðist geta komið í veg fyrir að kennarar fjörutíu og fimm þúsund grunnskólanema fari í verkfall á morgun. Ríkissáttasemjari segir það ráðast á næstu klukkustundum hvort deilendur nái saman, en enn sé langt á milli þeirra. 19.9.2004 00:01
Ráðamenn geta ekki gleymt fortíð Íslenskir ráðamenn voru stoltir af stuðningi Íslendinga við stríðið í Írak þegar vel virtist ganga, og því geta þeir ekki nú sagst horfa til framtíðar, aðspurðir um ábyrgð Íslendinga á gangi mála í Írak. 19.9.2004 00:01
Orkuhjón varasöm Tómatar, farsímar og jafnvel burðarbitar í loftum geta ógnað heilsu fólks, að sögn bandarískra hjóna sem segjast lækna sjúkdóma og kenna Íslendingum að koma í veg fyrir orkuleka í sjálfum sér með því að bera á sér steina. 19.9.2004 00:01
Nætursýningar í Reykjavík Næturhrafnar Reykjavíkur lentu í bíósjóræningjum um helgina, sem sýndu kvikmyndir utandyra hvar sem þeim datt í hug, víðsvegar um borgina. Aðfararnótt föstudags og laugardags læddust þrír ungir listnemar um borgina og sýndu kvikmyndir á húsveggjum og í skúmaskotum. 19.9.2004 00:01
Næsland frumsýnd 1.október Kvikmyndin Næsland, sem er nýjasta mynd Friðrik Þórs Friðrikssonar, gerð eftir handriti Huldars Breiðfjörð, verður frumsýnd í Háskólabíói 1.október næstkomandi. 19.9.2004 00:01
Hefur ekki áhyggjur af þenslu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra telur af og frá að hætta þurfi við einstakar framkvæmdir vegna hættu á þenslu í hagkerfinu. 19.9.2004 00:01
Allir snúa baki við Kattakonunni Kattakonan Guðrún Stefánsdóttir stígur nú fram og segir sína hlið á hinni skrautlegu sögu sem rakin hefur verið í DV í sumar. Börn Guðrúnar og sægur af hundum og köttum hefur verið tekinn af henni. Hún segir bæði ættingja og vini hafa snúið við sér baki og almenning veitast að sér með fúkyrðum. Hún þrái aðeins fá börnin sín aftur og búa með dýrum í sveitinni. 19.9.2004 00:01
Fundum lokið og verkfall skellur á Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga lauk nú fyrir stundu í húsakynnum sáttasemjara. Ekkert samkomulag er í sjónmáli og verkfall skellur því á nú á miðnætti. Næsti fundur er ekki boðaður fyrr en á fimmtudag. 19.9.2004 00:01
Kennaraverkfall hafið Rúmlega 43 þúsund grunnskólabörn þurfa að sitja heima í dag og næstu daga þar sem ekki tókst að leysa kjaradeilu kennara og sveitarfélaga. Samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga var slitið á tíunda tímanum í gærkvöld og hófst boðað verkfall 4.500 grunnskólakennara um land allt á miðnætti. Samningafundur er boðaður á fimmtudag. 19.9.2004 00:01