Innlent

Mannbjörg í Ísafjarðardjúpi

Björgunarsveitarmenn á björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði björguðu í gærkvöldi manni sem var einn á reki í litlum plastbáti við innanvert Ísafjarðardjúp eftir að utanborðsmótor bátsins bilaði. Maðurinn lagði upp frá Arngerðareyri og ætlaði að sigla til Ísafjarðar. Eftir að mótorinn bilaði kallaði hann á aðstoð en þá var myrkur skollið á. Björgunarmenn nutu meðal annars tilsagnar úr landi við að finna mann og bát og þyrla Landhelgisgæslunnar var í viðbragðsstöðu ef á hefði þurft að halda. Ekkert amaði að bátsverjanum þegar hann fannst og var tekinn um borð í björgunarskipið sem dró svo bát hans til Ísafjarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×