Vilja meiri tekjur 21. september 2004 00:01 Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir löngu kominn tíma á að nefnd félagsmálaráðuneytisins sem á að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna komist að niðurstöðu og skili af sér hugmyndum um hvernig hægt sé að koma sveitarfélögunum til bjargar. Hún segir slíkar tillögur verða að liggja fyrir þegar fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fari fram í nóvember eða í síðasta lagi fyrir áramót. Mosfellsbær er eitt átján sveitarfélaga á landinu sem hefur fengið bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ragnheiður segir að sveitarfélögin verði að fá fleiri tekjustofna. Nú hafi þau skatttekjur af íbúum, leggi á fasteignagjöld og þjónustugjöld. Það sé hins vegar ekki nóg þar sem sveitarfélögin sinni svo stórum verkefnum. ,,Af hverju getur hluti af bensíngjaldi, sem dæmi, ekki runnið til sveitarfélaganna?" Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segist fagna samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra við sveitarfélögin þótt hún sjái þar ekkert fast í hendi. Blönduós er eitt af mörgum sveitarfélögum sem eru fjárhagslega illa stödd, með langtímaskuldir upp á 900 milljónir króna en aðeins 960 íbúa. Hún segir tekjumöguleika sveitarfélaganna ekki hafa aukist í samræmi við aukin verkefni sem þau verði að sinna samkvæmt lögum. ,,Þetta byrjaði með yfirtöku grunnskólanna og síðan hefur ekki verið lát á, meðal annars með fráveituframkvæmdum og hækkun húsaleigubóta. Við óttumst að þegar verkefni bætast á okkur þá fylgi ekki tekjur". Jóna segir að greiðslur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga bæti að nokkru úr stöðunni en fjárframlög úr honum fylgi flóknum reglum. Það sé því erfitt fyrir sveitarstjórnir að byggja fjárhagsáætlanir á þeim. Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir löngu kominn tíma á að nefnd félagsmálaráðuneytisins sem á að endurskoða tekjustofna sveitarfélaganna komist að niðurstöðu og skili af sér hugmyndum um hvernig hægt sé að koma sveitarfélögunum til bjargar. Hún segir slíkar tillögur verða að liggja fyrir þegar fjármálaráðstefna sveitarfélaganna fari fram í nóvember eða í síðasta lagi fyrir áramót. Mosfellsbær er eitt átján sveitarfélaga á landinu sem hefur fengið bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaganna vegna bágrar fjárhagsstöðu. Ragnheiður segir að sveitarfélögin verði að fá fleiri tekjustofna. Nú hafi þau skatttekjur af íbúum, leggi á fasteignagjöld og þjónustugjöld. Það sé hins vegar ekki nóg þar sem sveitarfélögin sinni svo stórum verkefnum. ,,Af hverju getur hluti af bensíngjaldi, sem dæmi, ekki runnið til sveitarfélaganna?" Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri á Blönduósi, segist fagna samkomulagi félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra við sveitarfélögin þótt hún sjái þar ekkert fast í hendi. Blönduós er eitt af mörgum sveitarfélögum sem eru fjárhagslega illa stödd, með langtímaskuldir upp á 900 milljónir króna en aðeins 960 íbúa. Hún segir tekjumöguleika sveitarfélaganna ekki hafa aukist í samræmi við aukin verkefni sem þau verði að sinna samkvæmt lögum. ,,Þetta byrjaði með yfirtöku grunnskólanna og síðan hefur ekki verið lát á, meðal annars með fráveituframkvæmdum og hækkun húsaleigubóta. Við óttumst að þegar verkefni bætast á okkur þá fylgi ekki tekjur". Jóna segir að greiðslur úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga bæti að nokkru úr stöðunni en fjárframlög úr honum fylgi flóknum reglum. Það sé því erfitt fyrir sveitarstjórnir að byggja fjárhagsáætlanir á þeim.
Fréttir Innlent Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira