Innlent

Nemendur hunsa útivistartíma

Svo virðist sem nýhafið verkfall grunnskólakennara sé þegar farið að hafa áhrif á daglegt líf nemenda sem eru lengur úti á kvöldin þar sem enginn skóli er morguninn eftir. Í Víkurfréttum segir að um helgina hafi borið nokkuð á því að börn og unglingar á grunnskólaaldri væru úti seint að kvöldi í trássi við lög um útivistartíma. Lögreglan í Keflavík vísaði börnunum heim. Í lögum er skýrt tekið fram að börn yngri en tólf ára megi ekki vera á almannafæri eftir klukkan átta, nema í fylgd með fullorðnum. Börn á aldrinum 13-16 ára skulu ekki vera á almannafæri eftir klukkan tíu á kvöldin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×