Fleiri fréttir

Stólaskipti á ríkisráðsfundi

Ríkisráð Íslands hefur verið boðað til fundar klukkan eitt í dag og lætur Davíð Oddsson þá af embætti forsætisráðherra eftir 13 ára starf. Samkvæmt venju er síðan strax haldinn nýr ríkisráðsfundur þar sem ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar tekur formlega við.

Nýr formaður einkavæðingarnefndar

Jón Sveinsson, hæstaréttarlögmaður verður formaður einkavæðingarnefndar. Halldór Ásgrímsson, sem tekur við embætti forsætisráðherra í dag sagðist gera ráð fyrir því að Jón yrði formaður en hann hefur setið í nefndinni um árabil.

Davíð til Slóveníu

Davíð Oddsson, sem tekur við embætti utanríkisráðherra í dag, fer til Slóveníu í boði forseta landsins 20. september.

Heimsmet í áfengissköttum

"Við eigum heimsmetið," segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um áfengisskatta á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Skattar á sterkt vín og léttvín eru hvergi hærri en hér. Aðeins Norðmenn eru fyrir ofan okkur í álagningu á bjór.

Helstu deilumál verið afgreidd

"Nú er fiskveiðistefnan komin í eitt kerfi, stærstu deilumálin hafa verið afgreidd og nú er tími til að horfa til framtíðar," segir Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra. Hann segist ekki vita um neina aðra þjóð í heiminum þar sem útgerð er rekin með jafnmiklum myndarskap og á því eigi að byggja næstu áratugi.

Fólk er forsenda lífs í miðbænum

Kraftmiklir borgarar hafa ráðist í umfangsmikið átak til að byggja upp miðbæinn á Akureyri. Fjölga þarf íbúum miðbæjarsvæðisins um þrjú til fjögur þúsund. Vonir standa til að nýr miðbær verði til eftir fimmtán til tuttugu ár. </font /></b />

Verkfall yfirvofandi

Mikið ber enn í milli í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaga, en deilendur funduðu í átta klukkustundir hjá Ríkissáttasemjara í gær. Enn er aðeins verið að ræða málin vítt og breitt og frágangsvinna við einstök atriði er ekki komin í fullan gang.

Tölvupóstsstríð í fyrirtækjum

Tölvupóstur er orðinn eitt skæðasta vopnið í valdabaráttu innan fyrirtækja, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Monash háskólanum í Ástralíu. Rannsóknin fólst í því að kanna hvernig starfsmenn fyrirtækja nota þessa algengu samskiptaleið en starfsmenn þriggja stórfyrirtækja á mismunandi sviðum voru undir smásjá vísindamanna.

Íslandsbanki með heilsuskóla

Stjórnendur og starfsmenn Íslandsbanka ætla að bjóða börnum starfsmanna upp á svonefndan heilsuskóla, ef til kennaraverkfalls kemur, til að létta áhyggjum af foreldrum, að sögn Herdísar Pálu Pálsdóttur, deildarstjóra í Íslandsbanka:

Stjórnin vill efla dreifikerfið

Vilji er fyrir þvi innan beggja stjórnarflokka til að nýta hluta af því fé sem fæst með sölu Símans til að standa að útboði til að efla dreifikerfið. Öll símafyrirtæki gætu þá boðið í verkið og þannig yrði tryggt að allir landsmenn hefðu jafnan aðgang að gagnaflutningum.

Samstarf um farsímasjónvarp

Stærstu farsímafyrirtæki heims hafa tekið höndum saman um þróun farsímasjónvarps. Fulltrúar Nokia í Finnlandi greindu nýlega frá því að Motorola, NEC, Siemens og Sony Ericsson hefðu sett á laggirnar bandalag, Open Mobile Alliance, til að þróa sjónvarpsþjónustu fyrir farsíma og aðra farandgripi.

Ísjaki á leið til Parísar

Starfsmenn verktakafyrirtækisins Ístaks og skipafélagsins Samskipa hafa í morgun unnið að því að ná tuttugu tonna ísjaka upp úr Jökulsárlóni, sem bera á hróður Íslands langt út fyrir landsteinana, að sögn Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanns

Milljónasektir vegna afturvirkni

Tollayfirvöld endurskoðuðu nýlega tolla á matvöru sem flutt hafði verið til landsins í áratugi. Ákvörðunin var afturvirk sex ár aftur í tímann, eins og lög gera ráð fyrir og þurfti viðkomandi verslunarfyrirtæki að greiða fjörutíu og eina milljón í viðbótartolla löngu eftir að varan var seld.  

Ómeiddur eftir bruna

Maður slapp ómeiddur út úr brennandi húsi á Brekku í Hvalfirði í nótt, þar sem hann vaknaði í tæka tíð. Maðurinn var einn i húsinu og vaknaði fyrir tilviljun við eitthvað snark og logaði þá grindverk á verönd fyrir utan gluggann. Fór hann strax út og varð ekki meint af reyk.

Snigill í Umferðarráð

Samgönguráðherra hefur skipað fulltrúa úr Sniglunum, Bifhjólasamtökum Lýðveldsins í umferðarráð. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa tilnefnt Dagrúnu Jónsdóttur sem fulltrúa sinn í ráðinu og er varamaður hennar James Alexandersson.

Mokveiði á Halamiðum

Ekkert lát er á síldveiðinni á Halamiðum, eftir að fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson fann þar fyrstu síldina á þessu hausti fyrir helgi. Síðan þá er Vilhelm búinn að veiða um þúsund tonn, en hefði getað verið búinn að veiða mun meira. </font />

Guð blessi Netið, segir Björk

Íslenska stórstirnið Björk er ekki ánægð með hljómplötuiðnaðinn. Hún þakkar Guði fyrir Netið og heitir því að halda á lofti sjóræningjafána. Þannig hefst frétt í norska Netmiðlinum ITAvisen sem vitnar í viðtal Vals Gunnarssonar á heimasíðu Bjarkar þar sem hún segir álit sitt á baráttu hljómplötuiðnaðarins gegn Netmiðlun tónlistar.

Ferðamenn versla meira

Gjaldeyristekjur vegna neyslu erlendra ferðamanna jukust um 11,3% á fyrri helmingi ársins. Tekjurnar á fyrri hluta ársins voru alls 14.874 milljónir króna á móti 13.896 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Aukningin á milli ára er því um 1 milljarður í krónum talið eða 11,3%.

Atvinnuleysi stendur í stað

Um tvö komma níu prósent landsmanna voru atvinnulaus í ágúst sem er jafn hátt hlutfall og á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt virðist því ekki draga úr atvinnuleysi.

9 kílómetra vegur við Sandgerði

Vegagerðin ætlar að leggja níu kílómetra langan veg milli Garðskagavegar og Hafnarvegar. Garðskagavegur endar nú við Stafnes um átta kílómetrum sunnan við Sandgerði.

Í fangelsi fyrir ósiðleg símtöl

Rúmlega fertugur maður fékk þriggja mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, fyrir að áreita tvær ungar stúlkur í síma með klúryrðum og klámi. Alls hringdi maðurinn áttatíu og níu sinnum á rúmlega þriggja mánaða tímabili í aðra stúlkuna og átta sinnum í hina. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi. </font />

Hófdrykkja á meðgöngu ekki til

Verðandi mæður eiga ekki að dreypa á áfengi á meðgöngu sinni. Jafnvel minnsta áfengisneysla móður á meðgöngu getur orðið til þess að börn þrói með sér hegðunarvandamál þegar þau eldast. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu sérfræðinga um áhrif áfengis á fóstur í móðurkviði

Veggfóðrað með peningum

Nýstárlegt veggfóður prýðir útvegg Þingholtstrætis 3. Á því eru fimm hundruð tuttugu og átta myndir af Benedikti Sveinssyni á alvöru þúsund króna seðlum. Það eru forsvarsmenn fasteignafélagsins Eikar sem vilja með þessu vekja athygli á sér og telja frumlegri leið en að kaupa auglýsingar í fjölmiðlum.

Umdeilt skipulag komið í nefnd

Rúmlega 160 manns undirrituðu mótmælaskjal gegn deiliskipulagi Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Þá höfðu nítján aðrar skriflegar athugasemdir borist bæjarskrifstofunum á föstudag þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út.

Tafir vegna fjárhagserfiðleika

Framkvæmdir við íþróttamannvirki í Salahverfi í Kópavogi hafa tafist um meira en ár vegna fjárhagserfiðleika aðalverktakans. Nokkrar beiðnir um að verktakafyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta liggja fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtækið tapaði stórfé á því að byggja Barnaspítala Hringsins.

Deila öryrkja og stjórnvalda

Öryrkjabandalagið, heilbrigðisráðherra og stjórnarandstaðan eru sammála um að ríkisstjórnin hafi ekki staðið að fullu við samkomulag við öryrkja um hækkun örorkubóta. Forystumenn stjórnarflokkanna segja hins vegar að staðið hafi verið við samkomulagið.

Pokapeningar í Gullfoss

Fimmtán krónurnar sem landsmenn greiða fyrir hvern plastpoka í verslunum fara að hluta í Gullfoss, samkvæmt tillögu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Formaður Pokasjóðs og forstjóri ÁTVR afhentu Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra nú síðdegis fjórar milljónir króna

Heilsuskóli Sjóvá og Íslandsbanka

Íslandsbanki og Sjóvá - Almennar hafa skipulagt skólahald fyrir börn starfsmanna, komi til verkfalls grunnskólakennara, sem hefjast á eftir viku og fáir virðast hafa trú á að hægt verði að afstýra.

Fréttablaðið styrkir sig í sessi

Sjö af hverjum tíu landsmönnum lesa Fréttablaðið á hverjum degi. Blaðið er sá fjölmiðill sem flestir nota. Lestur Fréttablaðsins á landsbyggðinni hefur aukist. </font /></b />

Valgerður segir gjald í lagi

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra telur að viðskiptabönkunum sé heimilt að taka gjald fyrir uppgreiðslu nýju fasteignalánanna. Gjaldið megi hins vegar ekki vera hærra en sem nemur kostnaði bankanna. ASÍ hyggst senda kæru til Samkeppnisstofnunar vegna málsins á næstu dögum.

Ísjaki til Parísar

Íslendingar geta, þora og vilja, segir Sigríður Snævarr, sendiherra í París, og vonast til að innan tíðar verði þessi staðreynd öllum Frökkum ljós. Þar bindur hún vonir við árangur af umfangsmestu kynningu á Íslandi til þessa, þriggja mánaða vísinda- og menningarhátíð sem hefst í París í lok mánaðarins.

Hestamannaþorp í Holtum

Rangæingar vonast til að fá hestamenn til að flytja af mölinni og út í sveitina í sérstakt hestamannaþorp sem verið er að skipuleggja í Holtum.

Vélar og þjónusta keyrt í þrot

Fyrirtækið Vélar og þjónusta sem seldi landbúnaðarvélar er gjaldþrota. Allir 39 starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið vinnu hjá nýstofnuðu fyrirtæki í eigu sömu fjölskyldu; Vélar og þjónusta ehf. KB banki vildi ráða starfsmennina til sín til að hámarka rekstrarvirði félagsins fyrir uppgjör þess.

Daggæsla ekki verkfallsbrot

Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar tryggingar bjóða börnum starfsfólks síns í Heilsuskóla komi til verkfalls kennara, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Um 40 börn hafa verið skráð í skólann og verður áherslan lögð á leiki, hreyfingu og list.

Túnfiskveiðar í vísindaskyni

Fimm japönsk túnfiskveiðiskip hafa veitt innan landhelgi Íslands í samvinnu við Hafrannsóknastofnunina í ár. Í athugun er gegnd fisksins á Íslandsmiðum og veiðanleiki.

Leigja fermetrann á þúsund krónur

Á Reyðarfirði hefur leiguverð á íbúðum hækkað eftir að framkvæmdir við álverið og gangagerð hófust. Heimamenn ræða um að verktakafyrirtækið Bechtel, sem reisir álver Alcoa, óski eftir húsnæði til leigu á 1.000 til 1.100 krónur á fermetra.

Rjúpan á válista

Ítarleg endurskoðun og túlkun á fyrirliggjandi gögnum um rjúpnastofninn sem gerð var af Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfi við Reiknistofu Raunvísindastofnunar Háskólans staðfestir að veruleg fækkun hafi orðið á rjúpu.

Réttar skýrslur hagur veiðimanna

;Á síðasta ári skiluðu nokkrir veiðimenn inn vitlausum veiðiskýrslum til hefna sín og lýsa reiði sinni á rjúpnaveiðibanninu," segir Arnór Þórir Sigfússon, hjá verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem er bæði fuglafræðingur og skotveiðimaður. Hann hvetur veiðimenn til að skila inn réttum skýrslum.

Rannsókn að mestu lokið

Lögreglumennirnir tveir, sem rúmlega þrítugur maður lést í höndunum á í síðustu viku, höfðu réttarstöðu grunaðra þegar þeir voru yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík, sem sér um málið.

Báðir hafa játað

Salvar Halldór Björnsson, sem ákærður er ásamt Sigurjóni Gunnsteinssyni fyrir innflutning á tæpum 325 grömmum af kókaíni, játaði við fyrirtöku málsins í gær að hafa flutt inn þau 166 grömm af kókaíni sem fundust innvortis í honum. Sigurjón og Salvar voru teknir með efnin á Keflavíkurflugvelli annan desember á síðasta ári.

Bættar greiningaraðferðir riðu

Yfirdýralæknisembættið tekur í næsta mánuði upp nýjar aðferðir í baráttunni við sauðfjárriðu. Beitt verður nýrri aðferð við sýnatöku í sláturhúsi og sýnin send fyrst í stað til útlanda til frekari greiningar. Á næsta ári er svo vonast til að sinna megi greiningunni hér heima líka.

Sölu Símans skotið á frest

Í síðustu viku var útlit fyrir að einkavæðingu Símans yrði hrundið af stað nú þegar. Nú er málið komið í biðstöðu á ný. Framsóknarmenn vilja öflugt dreifikerfi. Sjálfstæðismenn vilja gott verð.

Síminn ekki seldur með hraði

Davíð Oddsson segir forsætisráðherraskipti tefja sölu Símans en áfram sé stefnt að því að ljúka henni fyrir lok kjörtímabilsins. Á morgun tekur hann við starfi utanríkisráðherra og segist kveðja miðbæinn og Kvosina með trega enda fari hann í fyrsta skipti á starfsævinni úr miðbænum "upp í sveit". 

Geir leysir Davíð af

Geir H. Haarde fjármálaráðherra flytur ræðu Davíðs Oddssonar, verðandi utanríkisráðherra, á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í næstu viku. Davíð Oddsson sagði í viðtali við Fréttablaðið að hann og Halldór Ásgrímsson myndu leysa hvorn annan af hér eftir sem hingað til, þrátt fyrir stólaskipti þeirra í ríkisstjórn.

Deiliskipulag komið í nefnd

Rúmlega 160 manns undirrituðu mótmælaskjal gegn deiliskipulagi Suðurstrandar á Seltjarnarnesi. Þá höfðu nítján aðrar skriflegar athugasemdir borist bæjarskrifstofunum á föstudag þegar frestur til að skila inn athugasemdum rann út.

Sjá næstu 50 fréttir