Deila öryrkja og stjórnvalda 13. september 2004 00:01 Öryrkjabandalagið, heilbrigðisráðherra og stjórnarandstaðan eru sammála um að ríkisstjórnin hafi ekki staðið að fullu við samkomulag við öryrkja um hækkun örorkubóta. Forystumenn stjórnarflokkanna segja hins vegar að staðið hafi verið við samkomulagið. Það má draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn standi einangraður í þeirri skoðun sinni, að búið sé að fullnusta samkomulag um hækkun örorkubóta sem gert var við Öryrkjabandalagið í fyrra. Í fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytisins þá sagði að gert væri ráð fyrir allt að tvöfaldri hækkun grunnlífeyris til þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Í tilkynningunni kom fram að kostnaðurinn yrði rúmur milljarður á ári. Jón Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið tveimur dögum síðar að "enginn stjórnmálaflokkanna myndi einn eða í samráði við aðra flokka reyna að rokka við því samkomulagi sem gert hefur verið." Í ræðu 10 dögum síðar sagði Jón að samkomulagið gengi út á að tvöfalda bæturnar frá næstu áramótum og að þetta væri eitt af ánægjulegustu verkum hans sem tryggingaráðherra. Á þessum tíma lágu fyrir útreikningar í heilbrigðisráðuneytinu um að kostnaður við samkomulagið væri einn og hálfur milljarður. Sá útreikningur týndist í skjalabunka í ráðuneytinu en fannst síðsumars í fyrra. Í fyrrahaust sagði Jón að hann mundi standa við hluta samkomulagsins þá og lét milljarð í málið. Hann sagðist ætla að efna samkomulagið að fullu á næstu 12 mánuðum. Nú vill hann ekki segja hvort hann ætli að standa við þessi orð. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnina fyrir svik við öryrkja og Morgunblaðið gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa ekki við loforð sín og sagði að orð skyldu standa. Flestir sem komið hafa að málinu, og meira að segja mennirnir tveir sem handsöluðu samkomulagið eru sammála um að ekki hafi enn verið staðið við samkomulagið. Einu mennirnir sem haldið hafa því fram opinberlega að staðið hafi verið við samkomulagið eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins; Davíð Oddsson forsætisráðherra og Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar. Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira
Öryrkjabandalagið, heilbrigðisráðherra og stjórnarandstaðan eru sammála um að ríkisstjórnin hafi ekki staðið að fullu við samkomulag við öryrkja um hækkun örorkubóta. Forystumenn stjórnarflokkanna segja hins vegar að staðið hafi verið við samkomulagið. Það má draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn standi einangraður í þeirri skoðun sinni, að búið sé að fullnusta samkomulag um hækkun örorkubóta sem gert var við Öryrkjabandalagið í fyrra. Í fréttatilkynningu heilbrigðisráðuneytisins þá sagði að gert væri ráð fyrir allt að tvöfaldri hækkun grunnlífeyris til þeirra sem yngstir verða öryrkjar. Í tilkynningunni kom fram að kostnaðurinn yrði rúmur milljarður á ári. Jón Kristjánsson sagði í samtali við Morgunblaðið tveimur dögum síðar að "enginn stjórnmálaflokkanna myndi einn eða í samráði við aðra flokka reyna að rokka við því samkomulagi sem gert hefur verið." Í ræðu 10 dögum síðar sagði Jón að samkomulagið gengi út á að tvöfalda bæturnar frá næstu áramótum og að þetta væri eitt af ánægjulegustu verkum hans sem tryggingaráðherra. Á þessum tíma lágu fyrir útreikningar í heilbrigðisráðuneytinu um að kostnaður við samkomulagið væri einn og hálfur milljarður. Sá útreikningur týndist í skjalabunka í ráðuneytinu en fannst síðsumars í fyrra. Í fyrrahaust sagði Jón að hann mundi standa við hluta samkomulagsins þá og lét milljarð í málið. Hann sagðist ætla að efna samkomulagið að fullu á næstu 12 mánuðum. Nú vill hann ekki segja hvort hann ætli að standa við þessi orð. Stjórnarandstaðan gagnrýndi stjórnina fyrir svik við öryrkja og Morgunblaðið gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir að standa ekki við loforð sín og sagði að orð skyldu standa. Flestir sem komið hafa að málinu, og meira að segja mennirnir tveir sem handsöluðu samkomulagið eru sammála um að ekki hafi enn verið staðið við samkomulagið. Einu mennirnir sem haldið hafa því fram opinberlega að staðið hafi verið við samkomulagið eru þingmenn Sjálfstæðisflokksins; Davíð Oddsson forsætisráðherra og Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar.
Fréttir Innlent Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Sjá meira