Innlent

Mokveiði á Halamiðum

Ekkert lát er á síldveiðinni á Halamiðum, eftir að fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson fann þar fyrstu síldina á þessu hausti fyrir helgi. Síðan þá er Vilhelm búinn að veiða um þúsund tonn, en hefði getað verið búinn að veiða mun meira. Þar um borð er síldin flökuð og fryst þannig að vinnslugetan ræður hversu mikið er veitt. Guðmundur VE er nú líka kominn á miðin og Jóna Eðvalds, sem kom þar við í fyrradag, kom með 180 tonna afla til Hornafjarðar í morgun og landaði þar með fyrstu síldinni af þessari vertíð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×