Innlent

Ómeiddur eftir bruna

Maður slapp ómeiddur út úr brennandi húsi á Brekku í Hvalfirði í nótt, þar sem hann vaknaði í tæka tíð. Maðurinn var einn i húsinu og vaknaði fyrir tilviljun við eitthvað snark og logaði þá grindverk á verönd fyrir utan gluggann. Fór hann strax út og varð ekki meint af reyk. Eldurinn kom upp í bílskúr á neðri hæð hússins,sem er timbúrhús á steyptum kjallara, og var slökkvilið frá Akranesi kallað á vettvang. Áður höfðu nágrannar af bæjunum á Bjarteyjarsandi komið til hjálpar en Brekka er nokkurnveginn miðja vegu á milli olíustöðvarinnar í Hvalfilrði og Bjarteyjarsands. . Þrátt fyrir að slökkvistarf gengi vel urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Meðal annars sprungu nokkrar rúður en eldur náði ekki að teygja sig inn á efri hæðina. Tveir bílar voru fyrir utan húsið og tókst að bjarga örðum þeirra, en hinn gjöreyðilagðist. Eldsuptök eru ókunn og er lögregla á vettvangi að rannsaka þau. .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×