Innlent

Daggæsla ekki verkfallsbrot

Íslandsbanki og Sjóvá-Almennar tryggingar bjóða börnum starfsfólks síns í Heilsuskóla komi til verkfalls kennara, samkvæmt fréttum Stöðvar 2. Um 40 börn hafa verið skráð í skólann og verður áherslan lögð á leiki, hreyfingu og list. Sesselja G Sigurðardóttir, varaformaður Félags grunnskólakennara, segir við fyrstu sýn Heilsuskólann ekki verkfallsbrot. "Einkafyrirtækjum hlýtur að vera frjálst að gera það sem þau vilja. Persónulega tel ég að þetta hljóti að vera allt í lagi ef þeir fara ekki inn í okkar störf og kenna," segir Sesselja. Hún segir samninganefnd kennara eiga eftir að skoða slíkan rekstur. "Ef við teljum að svona skólar viðhafi verkfallsbrot gerum við athugasemd við það þegar og ef til verkfalls kemur." Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir engar fréttir að færa af viðræðum kennara og sveitarfélaga: "Staðan er sú að menn ætla að hittast í dag. Ekki er búið að brúa það bil sem er á milli þeirra eða finna leiðir til að leysa það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×