Innlent

Rjúpan á válista

Ítarleg endurskoðun og túlkun á fyrirliggjandi gögnum um rjúpnastofninn sem gerð var af Náttúrufræðistofnun Íslands í samstarfi við Reiknistofu Raunvísindastofnunar Háskólans staðfestir að veruleg fækkun hafi orðið á rjúpu. Skýrslan sem nú var gerð staðfestir fyrra mat Náttúrufræðistofnunar um að veruleg fækkun hafi orðið á rjúpu á undanförnum áratugum. Stórir rjúpnatoppar sem einkenndu ástand stofnsins á fyrri hluta síðustu aldar eru nú horfnir, sá síðasti kom árið 1955. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða-náttúruverndarsamtakanna (IUCN) fullnægir fækkun rjúpunnar til að hún flokkist á válista sem tegund í yfirvofandi hættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×