Fleiri fréttir

Björgunarskip dró netabát að landi

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Oddur V. Gíslason frá Grindavík, var kallað út í morgun eftir að ellefu brúttólesta netabátur varð vélarvana um eina sjómílu fyrir utan innsiglinguna við Grindavík. Björgunarskipið var komið að netabátnum um tíu mínútum eftir að aðstoðar var óskað og dró hann aftur til hafnar. Komið er í ljós að gírinn hafði bilað.

Stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vonast til að stóriðjuframkvæmdir á Norðurlandi geti fylgt í kjölfar uppbyggingar á Austurlandi. Stóriðjuframkvæmdir á Austurlandi hafa þegar hrundið af stað verulegri uppbyggingu í þeim fjórðungi.

Ekki öll von úti

Ríkissáttasemjari segir enga hreyfingu komna á samninga við grunnskólakennara en ekki sé öll von úti, þótt aðeins sé vika í boðað verkfall. Aðilar sitji við samningaborðið og hittist hjá honum síðar í dag.

Náðu 5. sæti á alþjóðlegu móti

Íslendingar hafa vakið á sér athygli erlendis fyrir frábæra frammistöðu í óhefðbundinni íþróttagrein, litbolta, sem vex þó fiskur um hrygg. Leikurinn felst í því að skjóta kúlum með málningu í andstæðingana og verða fyrri til að ná fána og koma honum í vígi mótherjanna.

50% afsláttur af hótelgistingu

SPRON og Hotel Express International skrifuðu undir fimm ára samstarfssamning í dag. Samningurinn felst í því að viðskiptavinum SPRON stendur til boða afsláttarkort Hotel Express International sem tryggir handhöfum 50 prósenta afslátt af hótelgistingu í 135 löndum.

Skáru trollið úr skrúfunni

Kafarar á björgunarskipi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Hannesi Þ. Hafstein frá Sandgerði, luku um hádegi við að skera úr skrúfunni á 230 tonna togbáti sem flæktist í trolli um sextán sjómílur vestur af Sandgerði.

Maður féll úr stiga

Maður féll í stiga í Njarðvík í dag og var hann fluttur á Landspítalann í Fossvogi til aðhlynningar. Maðurinn var að klæða svefnloft í sumarbústað sem er í smíðum við Njarðarbrautina í Njarðvík þegar hann féll niður úr stiganum. Hann kvartaði yfir verkjum í baki, öxlum og hálsi og var því fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.</font />

Tveir með skurði á höfði

Á fimmta tímanum í nótt voru tveir menn fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja með skurði á höfði að sögn Víkurfrétta. Annar þeirra hafði verið sleginn í andlitið á skemmtistað í Keflavík og var saumaður skurður á vör. Hinn hafði dottið í heimahúsi í Njarðvík og fengið skurð á höfuðið sem sauma þurfti.

Skaftafellsþjóðgarður stækkaður

Umhverfisráðherra kynnti á opnum fundi í Skaftafellsstofu í þjóðgarðinum í Skaftafelli í dag áætlun um stækkun þjóðgarðsins. Siv Friðleifsdóttur tókst ætlunarverk sitt, að sigla verkefninu í höfn áður en hún hættir sem ráðherra.

Vika í verkfall

Engin hreyfing er komin á samninga grunnskólakennara og sveitarfélaganna en vika er í boðað verkfall. Líkt og síðustu daga hafa samninganefndir grunnskólakennara og sveitarfélaganna fundað í húsakynnum ríkissáttasemjara um helgina, án teljandi árangurs.

Lögregluskýrslan tilbúin

"Skýrslan er tilbúin á borði mínu og nú er ég að vega og meta næstu skref í málinu," segir Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum, en lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á tildrögum banaslyssins sem varð í Hafrahvammagljúfrum í mars.

Rækjuveiðimenn hlunnfarnir

Stofn innfjarðarrækju í Húnaflóa er hruninn og þær útgerðir sem enn standa og gerðu út á þær veiðar berjast í bökkum. Útgerðarmenn telja sig hlunnfarna og mæta engum skilningi hjá Sjávarútvegsráðuneytinu. </font /></b />

Ríkið vinni að dreifikerfinu

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir afstöðu framsóknarmanna skýra varðandi uppsetningu dreifikerfis um land allt. Jafnvel komi til greina að ríkið vinni að uppbyggingu slíks kerfis, þótt Síminn verði kominn úr eigu þess.

Aðrir gengið fram fyrir skjöldu

"Mér finnst það heldur kaldranalegt af Davíð að halda því fram að sérstakur vinnufriður hafi ríkt í hans valdatíð," segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins.

Skammarlegt fyrir ríkisstjórnina

Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður segir skammarlegt ef ríkisstjórnin ætli að láta öryrkja draga sig í fjórða sinn fyrir dómstóla vegna vanefnda á samningum. Hún segir málið prófraun fyrir framsóknarmenn þegar Halldór Ásgrímsson tekur við stjórnartaumunum.

Áróðursmyndir Hitlers um Ísland

Sjötíu ára gamlar áróðursmyndir um Ísland, sem fundust í ríkissafni Hitlersstjórnarinnar, er meðal þess sem Kvikmyndasafn Íslands sýnir í Bæjarbíói um þessar mundir. Áróðursmyndirnar voru gerðar með það fyrir augum að útlista kosti landvinninga á fjarlægum slóðum. 

Þjóðahátíð á Austfjörðum

Þjóðahátíð á Austfjörðum tókst hið besta en hún er haldin undir þeim einkunnarorðum að fræðsla sé grundvöllur þess að margar þjóðir geti búið saman.

Tekist á um nýbúaskýrslu

Alþjóðahúsið gagnrýnir nýútkomna skýrslu um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa. Í skýrslunni segir meðal annars að skoða þurfi vandlega samstarf við Alþjóðahúsið vegna þess hversu miklir fjármunir eru settir í þennan eina þátt.

Árangurslaus fundur

Ekkert markvert gerðist á samningafundi grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaganna í gær. Vika er í boðað verkfall kennara.

Villtust við Heklurætur

Tveir menn sem gengið höfðu á Heklu á laugardag óskuðu aðstoðar við að komast að bíl sínum, á öðrum tímanum í fyrrinótt. Flugbjörgunarsveitin á Hellu var kölluð út og kom mönnunum til hjálpar og komust þeir að bíl sínum heilir á húfi.

Klór geymdur á opnu svæði

Fimmtán prósenta klór var geymdur úti á plani við Vesturvör í Kópavogi og var öllum aðgengilegur. Eigandi efnanna er fyrirtækið Mjöll-Frigg ehf. sem hefur sótt um leyfi fyrir klórgasframleiðslu og lagerhalds hjá Kópavogsbæ. Lögreglan hefur beðið forráðamann fyrirtækisins að fjarlægja klórinn.

Undrast leirfokstölur Landsvirkjun

"Heildarrúmmál á jarðvegi sem lendir undir vatni í Hálslóni þegar það er í hámarki, en er ofan vatnshæðar að vori þegar lægst stendur í lóninu, getur verið um 30 milljónir rúmmetra, bara austan megin við lónið," segir sérfræðingu sem Skipulagsstofnun fékk til að fara yfir matsskýrslur um Kárahnjúkavirkjun á sínum tíma.

Til stendur að fjölga sérfræðingum

"Það er vilji til þess, að halda áfram að vinna í samræmi við þær hugmyndir sem starfsstjórn um málefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins skilaði af sér á síðasta ári," sagði Þór Þórarinsson skrifstofustjóri Félagsmálaráðuneytisins um fyrirhugaða fjölgun sérfræðinga við stöðina.

Ryðsveppur að breiðast út

Ryðsveppur í ösp er að breiðast út um landið. Asparryðs hefur orðið vart á Norðurlandi og á Suðurlandi er ástandið slæmt á Kirkjubæjarklaustri. Fyrst kom sveppurinn fram í Hveragerði og á Selfossi árið 1999.

Skaftafell í 5 þúsund ferkílómetra

Fyrir liggur áætlun um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli. Hana kynnti Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra á fundi í Skaftafellsstofu í þjóðgarðinum í Skaftafelli í gær.

Svöðusár í andliti Flóans

Verktakar sem rutt hafa möl ofan af toppi Ingólfsfjalls í Ölfusi hafa stöðvað þá vinnu, eftir að Skipulagsstofnun úrskurðaði efnistöku með þeim hætti óheimila. Efnistakan sögð "eins og svöðusár í andliti." </font /></b />

Málshöfðun fastur liður

"Í öll þau skipti sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar hefur verið dæmd, að minnisblaðsmálinu meðtöldu, hafa þeir bakað ríkinu ómældan kostnað með ósvífnu málastappi. Setji þeir þetta í sama farveg verður þetta orðinn fastur útgjaldaliður í ríkisbókhaldinu."

Nóttin róleg

Nóttin var mjög róleg hjá Lögreglunni í Reykjavík. Fáir voru í miðbænum en tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur sem telst varla til tíðinda, enda segir lögregla að það sé eins og að degi til í miðri viku. Sömu sögu var að segja um mest allt land, á Akureyri og víðar.

Ók yfir handlegg barns og stakk af

Ökumaður jeppabifreiðar ók yfir handlegg á barni  í Keflavík fyrr í vikunni og stakk af frá vettvangi samkvæmt vef Víkurfrétta. Lögreglan í Keflavík lýsir nú eftir ökumanninum og vill hafa af honum tal.

Nú styttist í þessu

„Nú styttist í þessu,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra við fréttamenn þegar hann mætti í Stjórnarráðið í morgun til að fara á fyrsta ríkisstjórnarfund sinn eftir veikindi og þann næst síðasta á samfelldum þrettán ára ferli sínum sem höfuð ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherraskiptin verða 15. september.

KÍ semur við Barnaskóla Hjalla

Fulltrúar Hjallastefnunnar og Kennarasambandið undirrituðu í gær samning um að framlengja gildandi kjarasamning með nokkrum breytingum fyrir grunnskólakennara við Barnaskóla Hjalla. Verkfalli þar hefur því verið afstýrt. Þetta er fyrsti kjarasamningurinn sem KÍ undirritar í haust.

Sinfóníuhljómsveitin með opið hús

Sinfóníuhljómsveit Íslands verður með opið hús fyrir alla aldurshópa frá klukkan eitt til fjögur í dag í Háskólabíói. Á þéttskipaðri dagskrá er ýmislegt að finna því að salir hússins munu iða af fjöri í allan dag. Sem dæmi má nefna að Maríus Sverrisson syngur og hljóðfæraleikarnir munu bregða á leik og spila hver á annars hljóðfæri.

10 milljónum bjargað árlega

Alþjóði Rauði krossinn áætlar að tíu milljónum mannslífa sé bjargað á hverju ári með því að nágrannar og vegfarendur veita fórnarlömbum óhappa eða slysa skyndihjálp á vettvangi. Í dag er skyndihjálpardagur Rauða krossins og gefur hann út leiðbeiningar um alþjóðlega samræmingu á hjálp í viðlögum.

Íslenskar myndir í Toronto

Þrjár íslenskar myndir verða sýndar á kvikmyndahátíðinni í Toronto sem fer fram 9.-18. september. Hátíðin er ein sú stærsta í heimi og mjög mikilvæg fyrir sölu á myndum til Bandaríkjanna að því er segir í tilkynningu frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Skjálftar norður af Hveravöllum

Fjöldi smáskjálfta varð í nótt og í dag norður af Hveravöllum. Hafa skjálftarnir farið upp í 3,1 á Richter. Ekki er hægt að segja um það að svo stöddu hvort að hrinan boði nokkuð en svipuð hrina af smáskjálftum var á svæðinu í mars á þessu ári.

Færra fé í réttum en í fyrra

Reykjaréttir á Skeiðum og Tungnaréttir í Biskupstungum standa nú yfir en í gær var réttað í Skaftholtsréttum í Gnúpverjahreppi og í Hrunaréttum í Hrunamannahreppi. Heldur færra fé er í réttum núna en í fyrra þar sem færra fé er rekið á fjall samkvæmt fréttavef Suðurlands.

Búið að sprengja 77% ganganna

Gröftur ganganna undir Almannaskarð hefur gengið vel að undanförnu. Í dag er búið að sprengja um 890 metra að sunnanverðu auk fimm metra að norðanverðu. Samtals er því búið að sprengja um 77% af heildarlengd ganganna sem verða um 1.150 metrar í bergi.

Kajakmennirnir halda áfram

Leiðangur blindu kajakmannanna við Grænlandsstrendur heldur áfram eftir að þeir lentur í slagviðri í fyrrinótt. Þeir þurftu að gera hlé á ferð sinni í gær þar sem slæmt var í sjóinn en voru hins vegar bjartsýnir á að veðrið myndi ganga niður í dag og þeir kæmust af stað.

Dauðsfallið rakið til hjartastopps

Dauðsfall þrjátíu og þriggja ára manns, sem lést þegar til átaka kom milli hans og lögreglunnar í Keflavík á fimmtudag, er rakið til skyndilegs hjartastopps. 

Síminn seldur án skilyrða

Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina stefna að sölu Landssímans án skilyrða. Hins vegar bárust skýr skilaboð í gær frá þungaviktarmönnum innan Framsóknarflokksins um að höfuðatriði væri að dreifikerfi um land allt væri tryggt áður en fyrirtækið yrði selt.

Skemmdarverk framin á styttu

"Ég skil ekki hvernig fólk getur gert slíkt og mér og fleirum líður ákaflega illa út af þessu," segir Kjuregej Alexandra Argunova, listakona, en í fyrrinótt voru framin skemmdarverk á listaverki hennar af Sölva Helgasyni sem staðið hefur á horni Grettisgötu og Snorrabrautar um hríð.

Togstreita í stjórnarsamstarfinu

Rétt fyrir forsætisráðherraskiptin er augljós togstreita í stjórnarsamstarfinu og það eru engin smámál sem um er að tefla.

Davíð hvergi hættur

Davíð Oddsson, fráfarandi forsætisráðherra, ætlar ekki að hætta afskiptum af stjórnmálum þrátt fyrir erfið veikindi í sumar og ætlar bjóða sig aftur fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta ári. Hann stjórnaði sínum fyrsta og jafnframt næstsíðasta ríkisstjórnarfundi í gærmorgun eftir erfið veikindi.

Mun sakna Stjórnarráðsins

Davíð Oddsson forsætisráðherra stýrði sínum næstsíðasta ríkisstjórnarfundi í morgun, á þessu kjörtímabili að minnsta kosti. Hann segist munu sakna Stjórnarráðsins og Kvosarinnar. 

Sjá næstu 50 fréttir