Innlent

Hestamannaþorp í Holtum

Rangæingar vonast til að fá hestamenn til að flytja af mölinni og út í sveitina í sérstakt hestamannaþorp sem verið er að skipuleggja í Holtum. Í landi Pulu skammt ofan Laugalands í Holtum er verið að skipuleggja íbúðabyggð sem sérstaklega er ætluð hestamönnum. Þar við Landveg hefur Jón Ágúst Reynisson landfræðingur látið teikna átta lóðir og er hver þeirra þrír hektarar að stærð. Þar munu menn geta reist bæði íbúðarhús og hesthús og má því segja að þarna verði til hestamannaþorp. Jón segir að þarna gætu menn haft hesta í sumrbeit og notað þá yfir sumartímann, þegar skemmtilegast sé að nota þá Rangárþing hefur löngum verið talin eitt helsta vígi hestamennsku á Íslandi og segir Jón að allir séu í hestamennsku þarna, enda séu reiðleiðir góðar og aðbúnaður allur með besta móti. Og hann er bjartsýnn á að það takist að fá hestafólk sem vinnur á höfuðborgarsvæðinu til að setjast að í sveitinni, enda sé stutt að fara, ekki nema rúmir 90 kílómetrar að Rauðavatni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×