Innlent

Snigill í Umferðarráð

Samgönguráðherra hefur skipað fulltrúa úr Sniglunum, Bifhjólasamtökum Lýðveldsins í umferðarráð. Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglar, hafa tilnefnt Dagrúnu Jónsdóttur sem fulltrúa sinn í ráðinu og er varamaður hennar James Alexandersson. Í tilkynningu frá Samgönguráðuneytinu segir að Sniglarnir, hafi í gegnum tíðina unnið ötullega að fræðslu og áróðri í því skyni að fækka slysum og óhöppum þar sem bifhjólafólk kemur við sögu. Þetta starf hafi skilað sér í mikilli fækkun bifhjólaslysa. Á tæpu tíu ára tímabili hefur bifhjólaslysum fækkað um ríflega helming hér á landi þrátt fyrir að bifhjólum hafi fjölgað. Þrátt fyrir þetta látast að meðaltali þrír bifhjólamenn í umferðarslysum á hverju ári. Það sem af er árinu hafa sextán manns látist í umferðinni, þar af tveir bifhjólamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×