Innlent

Hófdrykkja á meðgöngu ekki til

Verðandi mæður eiga ekki að dreypa á áfengi á meðgöngu sinni. Jafnvel minnsta áfengisneysla móður á meðgöngu getur orðið til þess að börn þrói með sér hegðunarvandamál þegar þau eldast. Þetta er meðal þess sem fram kom á ráðstefnu sérfræðinga um áhrif áfengis á fóstur í móðurkviði, sem haldin var í vikunni. Talið er að mörg þeirra barna sem sögð eru eiga við hegðunarvandamál að stríða séu sköðuð vegna drykkju móður á meðgöngu. Hingað til hefur verið mælt með því að verðandi mæður drekki ekki meira en tvo áfenga drykki á viku, en það er að sögn sérfræðinga of mikið. Eina leiðin til að vera fullkomlega öruggur er semsagt einfaldlega sú að drekka alls ekki neitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×