Fréttablaðið styrkir sig í sessi 13. september 2004 00:01 Fréttablaðið er sá fjölmiðill sem flestir landsmenn nota, það er mest lesna dagblað landsins og nýtur yfirburða í öllum aldursflokkum, alla daga vikunnar. Samkvæmt nýrri könnun Gallups lesa 69 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi. 51 prósent les Morgunblaðið og 17 prósent DV. Er þá miðað við meðallestur en lesturinn er mismunandi eftir dögum. Lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins er sá sami og var í síðustu könnun Gallups, sem gerð var í maí, en færri lesa DV nú en í vor. Mestur mældist lestur Fréttablaðsins á miðvikudegi, 76 prósent, en minnstur á sunnudegi, 62 prósent. Lestur Morgunblaðsins mældist mestur á föstudegi, 51 prósent, en minnstur á mánudegi, 48 prósent. Lestur DV var 16 prósent fjóra daga vikunnar en 21 prósent á laugardegi. Lestur Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu mældist nú tæp 74 prósent og á landsbyggðinni rúm 62 prósent. Morgunblaðið var lesið af tæpum 59 prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins og 37 prósentum íbúa landsbyggðarinnar. Lestur DV er svipaður á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkvæmt þessu hefur Fréttablaðið fest sig enn í sessi sem vinsælasti fjölmiðill landsins. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar nýtur blaðið yfirburða og sumstaðar mikilla. Þegar öllum helstu fjölmiðlum landsins er stillt upp hlið við hlið og notkun þeirra borin saman er Sjónvarpið í öðru sæti, líkt og í könnuninni í maí. Morgunblaðið er í þriðja sæti, hefur sætaskipti við Stöð 2 og helgast breytingin af talsvert minna áhorfi á Stöð 2. Rás 2, Bylgjan og Skjár einn koma í næstu sætum og þar á eftir Rás 1 og DV. Lestur Fréttablaðsins er mestur meðal fimmtugs fólks og eldra, 76 prósent. 65 prósent fólks á þeim aldri lesa Morgunblaðið og 19 prósent DV. 72 prósent landsmanna á aldrinum 25 til 49 ára lesa Fréttablaðið, 50 prósent Morgunblaðið og 19 prósent DV. Sé yngsti hópurinn, 12 til 24 ára, skoðaður má sjá að lestur Fréttablaðsins er 53 prósent, 33 prósent lesa Morgunblaðið og 11 prósent DV. Könnun Gallups var dagbókarkönnun og var gerð dagana 11. til 17. ágúst. Í úrtaki voru 1.200 manns á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Eftir að látnir, veikir og fjarverandi höfðu verið dregnir frá var endanlegt úrtak 1.129 manns. Svarendur voru 664 eða tæp 60 prósent endanlegs úrtaks. Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira
Fréttablaðið er sá fjölmiðill sem flestir landsmenn nota, það er mest lesna dagblað landsins og nýtur yfirburða í öllum aldursflokkum, alla daga vikunnar. Samkvæmt nýrri könnun Gallups lesa 69 prósent landsmanna Fréttablaðið á hverjum degi. 51 prósent les Morgunblaðið og 17 prósent DV. Er þá miðað við meðallestur en lesturinn er mismunandi eftir dögum. Lestur Fréttablaðsins og Morgunblaðsins er sá sami og var í síðustu könnun Gallups, sem gerð var í maí, en færri lesa DV nú en í vor. Mestur mældist lestur Fréttablaðsins á miðvikudegi, 76 prósent, en minnstur á sunnudegi, 62 prósent. Lestur Morgunblaðsins mældist mestur á föstudegi, 51 prósent, en minnstur á mánudegi, 48 prósent. Lestur DV var 16 prósent fjóra daga vikunnar en 21 prósent á laugardegi. Lestur Fréttablaðsins á höfuðborgarsvæðinu mældist nú tæp 74 prósent og á landsbyggðinni rúm 62 prósent. Morgunblaðið var lesið af tæpum 59 prósentum íbúa höfuðborgarsvæðisins og 37 prósentum íbúa landsbyggðarinnar. Lestur DV er svipaður á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Samkvæmt þessu hefur Fréttablaðið fest sig enn í sessi sem vinsælasti fjölmiðill landsins. Það er sama hvar borið er niður, alls staðar nýtur blaðið yfirburða og sumstaðar mikilla. Þegar öllum helstu fjölmiðlum landsins er stillt upp hlið við hlið og notkun þeirra borin saman er Sjónvarpið í öðru sæti, líkt og í könnuninni í maí. Morgunblaðið er í þriðja sæti, hefur sætaskipti við Stöð 2 og helgast breytingin af talsvert minna áhorfi á Stöð 2. Rás 2, Bylgjan og Skjár einn koma í næstu sætum og þar á eftir Rás 1 og DV. Lestur Fréttablaðsins er mestur meðal fimmtugs fólks og eldra, 76 prósent. 65 prósent fólks á þeim aldri lesa Morgunblaðið og 19 prósent DV. 72 prósent landsmanna á aldrinum 25 til 49 ára lesa Fréttablaðið, 50 prósent Morgunblaðið og 19 prósent DV. Sé yngsti hópurinn, 12 til 24 ára, skoðaður má sjá að lestur Fréttablaðsins er 53 prósent, 33 prósent lesa Morgunblaðið og 11 prósent DV. Könnun Gallups var dagbókarkönnun og var gerð dagana 11. til 17. ágúst. Í úrtaki voru 1.200 manns á aldrinum 12 til 80 ára, valdir með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá. Eftir að látnir, veikir og fjarverandi höfðu verið dregnir frá var endanlegt úrtak 1.129 manns. Svarendur voru 664 eða tæp 60 prósent endanlegs úrtaks.
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir „Það er orrustan um Ísland“ „Þetta er alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Sjá meira