Innlent

Rannsókn að mestu lokið

Lögreglumennirnir tveir, sem rúmlega þrítugur maður lést í höndunum á í síðustu viku, höfðu réttarstöðu grunaðra þegar þeir voru yfirheyrðir af lögreglunni í Reykjavík, sem sér um málið. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík fá menn oft réttarstöðu sakbornings til öryggis. Í þessu máli voru lögreglumennirnir til dæmis yfirheyrðir áður en bráðabirgðaniðurstöður krufningar komu og ljóst var að maðurinn lést hvorki vegna köfnunar né áverka. Þá er fólk annað hvort yfirheyrt sem vitni eða með réttarstöðu grunaðs manns. Sá sem er yfirheyrður með réttarstöðu grunaðs manns hefur lögmann sér við hlið í yfirheyrslum. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir rannsókn málsins að mestu lokið en bíða þurfi eftir endanlegri niðurstöðu krufningar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×